Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 80
294
BÚNAÐARRÍT
Búalög setja ver á og munu vera írá Suður- og Suö-
veturlandi. Þar er 2 kúm ætlað að vera um málfaðm-
inn í miðgóu, 4 með einmánuði, 6 með sumri og 16 í
fardögum1 2). Sömu Búalög ætla eldishesti 2 kýrfóður yfir
veturinn. Það var eina skepnan á heimilunum, sem átti
gott að vetrinum og hafði fullgilt fóður.
Hvergi er beinlinis tekið fram, hve mikið fóður er
ætlað geldneytum. En þó má vita það nokkurnveginn
rjett, ef athugað er hvað fóður þeirra var mikils metið.
Meðgjöf með vetrung og geldum kvígum var 20 álnir.
Það svarar til hálfs kýrfóðurs. Með geldum kúm
og kelfdum kvígum voru borgaðar 30 álnir. Með tvæ-
vetrum uxa var meðgjöfin 12 álnir, með 3 vetra uxa
24 álDÍr og 4 vetra uxa og eldri 30—40 álnir, með fol-
aldi 20 álnir, með ásauð, eða þá lambi, 5 álnir8). — Frá
þessu þarf vitanlega að draga fyrir hirðingu og beit,
eins og Búalög meta það. Venjulega var Va eyrir (3 áln-
ir) goldinn fyrir hirðingu á kú að vetrinum. Vetrarbeit
handa tvævetrum uxa var metin 3 álnir3). — Að þessu
verður vikið siðar.
Nokkru nánara er sagt um fóðrun á ásauðum í einum
Búalögum. Þar er það tekið fram, að 21 ásauður eða
sauðkindur (ekki gamlir sauðir) skuli vera um 3 hey-
vöndla á dag eða 7 um vöndul. En ef full innistaða sje,
þá 6 ásauðir4). Það er líka sagt, að 7 ásauðir skuli vera
um málfaðm eða þá 10 lömb.
Af þessu má sjá, að öllum búpeningi var ætlað eitt-
hvert fóður ÍDni. Hitt er annað mál, hvort allir hafa
farið eftir þessum ákvæðum. Að svo hafi ekki verið, má
beDda á fáein dæmi.
Veturinn 1285 var fjárfellir mikill Bá öllum búpen-
1) Búalög, Hrappsey, 180,
2) Búalög, Hrappsey, 170—80.
3) Búalög, Rvík, 109—110.
4) Búalög, Rvík, 146.