Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 29
BÚNAÐARRIT
243
átta kirkjum er búfjenaður þeirra talinn í kúgildum og
komu til jafnaðar 11,75 kúgildi á hverja þeirra. Samtals
áttu kirkjurnar 652 kýr og 1799 ásauði. En það er til
jafnaðar 9 kýr (9,05) og nálega 25 ásauðir. Þetta eru
hjer um bil tvöfalt hærri tölur en samsvarandi tölur
voru 1318. — Níu kirkjur áttu 1 — 3 kýr, tuttugu og
níu áttu 4—10, fjórtán 10—15 og ellefu 15—35 kýr.
Á ásauðum var munurinn enn meiri. Tuttugu kirkjur
áttu engan sauðfjenað, þrettán áttu 6—12, tuttugu og
tvær áttu 13—30 og sautján kirkjur áttu 31 —120
ásauði.
Fiestar kirkjurnar áttu mjög fátt af geldfje og enn
færri geldneyti. Það var mikil áhætta fyrir kirkjurnar
að eiga útigangspening. Það er einkum á nokkrum
stærri prestssetrunum, sem kirkjurnar eiga geldfjenað
svo nokkru nemi. Á góðum beitarjörðum var geldpen-
ingsræktin mjög ábatasöm í flestum árum, ef henni var
stjórnað af fyrirhyggju, eins og Búalög gera ráð fyrir,
sem síðar mun sýnt.
Tilehinsmáldagi. Vilchin biskup í Skálholti gerði
máldaga yflr allar helstu kirkjur í sinu biskupsdæmi
1397. í máldagasafni þessu eru nú máldagar yfir 270
alkirkjur.
Af þessum 270 kirkjum voru 12, sem engan búpen-
ing áttu; sextíu og sjö áttu enga jörð, en 133 áttu að
eins eina. Fimm áttu 8—15 jarðir.
Þrjátíu og flmm kirkjur áttu búpening metinn í kú-
gildum, og áttu þær til jafnaðar 9,88 kúgildi hver. Aðr-
ar kirkjur áttu samt.als 1662 kýr og 4270 ásauði. Það
er til jafnaðar á hverja kirkju 7 kýr (7,07) og 18 ásauð-
ir (18, 16). Áttatíu og sjö kirkjur áttu aðeins 1—5 kýr,
sextán áttu 6—10, fjörutíu 11—19 og tólf 20 — 30 kýr.
Af ásauðum áttu fjörutíu og fjórar kirkjur 1 — 10,
tuttugu og níu 11—20, sextíu 21—60 og átján 61 —1801).
1) Fornbrjefasafn IV, 38—237.