Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 88
302
BÚNAÐARRIT
unga smjörs yfir sumartímann1). — Þessar sjaldgæfu
mjólkurkýr mjólkuðu eins og þeim var best lagið í
góðu haglendi á sumrin, þrátt fyrir sultarfóðrun á þeim
að vetrinum. Þær hafa vitanlega mjólkað lítið á básnum,
þegar þeim aðeins var gefið 81/2 pd. af töðu á dag, eða
rúmlega 17 pd. þeim, sem áttu að mjólka. Það var
hámarks-daggjöfin handa kúm, sem gefið var til nytjar.
Þessar bestu kýr á 14., 15. og 16. öld mjólkuðu þá á
dag 8V2 pt. eða 17 pt. þær allra bestu, ef miðað er við
danskt. pottmál, sem við nú búum við. En þær hafa
vitanlega verið mjög síðbærar og orðið nálega geldar,
þegar þær voru teknar inn seint á haustin og gefið illa.
Eftir því sem hjer að framan er sagt, má ætla, að
kýrin, sem komst að sumrinu í 8V2 Pt- (danska) á dag,
hafi mjólkað yfir árið hjer um bil 1000 pt., með 8]/s
pd. gjöf á dag að vetrinum. Kýrin, sem komst í 17 pt.
á dag, þegar hún mjólkaði mest, hefir aftur á móti náð
hjer um bil 1900 pt. ársnyt með sömu gjöf, en alt að
2200 pt. hafi henni verið gefið vel til nytjar, eða fengið 17
pd. af góðri töðu á dag. Þessi kýr samsvarar þeim sjald-
gæfu, frábæru kúm nú á dögum, sem mjólka yfir árið
4000—4500 potta. Þessar kýr voru og eru enn sannar-
legt „metfje“.
Jeg býst við að sumum þyki það næsta ótrúlegt, að
meðalkýrnyt til forna hafi verið 775 pt. yfir árið, en
bestu úrvalskýr hafi mjólkað alt að 2200 pt. En rök
þau, sem jeg hefi fært fyrir þessu, verða trauðlega
hrakin. Minnumst þess, að meðalársnyt kúa til sveita
mun nú vera frá 2000—2200 pt., en bestu kýr, sem
vel er með farið, geta mjólkað 4000—5000 pt. Slíkar
kýr eru að vísu óvíða til og sjaldgæfar.
Þá er annað, sem jeg vil minna á í þessu sambandi,
og það er, að venjulegt kýrfóður til forna var tæplega
2000 pd., en þegar best Jjet tæplega 4000 pd. En nú er
1) Búalög, Rvík, 96.