Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 138
352
BÚNAÐARRIT
Ariö 1916.1 * *)
83. Gtaðmundnr Ólafsson, bóndi á Lundum í Staf-
holtstungum í Mýrasýslu. Hann byrjaði búskap árið
1887. Af jarðabótum hans má fyrst nefna túnasljettur
um 5,4 ha. Túngræðslan er um 4,6 ha. Verða þetta
samtals 10 ha. Mestur hluti útgræðslunnar var illkynj-
aður mói, leirblandinn og rakur, og mýri. Varð þvi að
þurka landið með opnum skurðum og lokræsum. Lok-
ræsin eru 2143 metr. á lengd. — Með túnútgræðslunni
er talinn nátthagi við fjárhúsin.
Girðingar um tÚD, nátthaga o. fl. eru um 2400 metr.
Nokkur hluti girðingarinnar er skurðir fyrir einni hlið
túnsins, er gerir bæði að þurka og verja.
Hirðing áburðar í besta lagi, enda hefir Guðmundur bygt
bæði áburðarhús og for. Túnið er piýðilega hirt og sprett-
ur vel, enda ekkert sparað til þess að gera það sem best
úr garði, bæði hvað þurkun og annan frágang snertir.
Kálgarðarnir eru rúmir 800 Q metr. að stærð. Vegur
liggur heim að bænum, um túnið, 800 metr. á lengd
og er girðing meðfram honum.
Engjabætur hefir Guðmundur gert, þar á meðal skurði
til áveitu og þurkunar yfir 2000 metr. á lengd eða
1280 m8. Flóðgarðar rúmir 500 metr. á lengd eða 3401
ms. — Allar jarðabæturnar nema 3400 dagsverkum.
Árið 1904 bygði Guðmundur íbúðarhús úr steini, með
kjallara og steinlímdu gólfi í honum. Fóru í húsið af
aðfluttu grjóti um 135 ms. •— Vatnsleiðsla er þar í bæ
og fjós. Vatnið leitt úr brunni, er Guðmundur tók,
rúma 6 metr. á dýpt.
Öll peningshús svo til nýlega bygð og hlöður, er taka
1) Umsækjendur þetta ár 8: 2 úr V.-Skaftafellssýslu, 2 úr
ÁrnesBýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu, 2 úr Mýrasýslu og 1 úr
Húnavatnssýslu.