Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 6
220
BÚNAÐARRIT
og 30 bjóna1 2 3). En Vitanlega hafa geldneyti hans veriö
að minsta kosti eigi færri, samkvæmt búskaparlagi forn-
manna. En Haröarsaga pykir mjög óábyggileg. Dr. Finnur
Jónsson, sem manna best hefir athugað fornsögurnar,
segir um þessa sögu, að hún sje að mestu leyti tómur
skáldskapur, tilhæfulaus tilbúningur og ekki eldri en frá
14. öld*).
Mikið hafa menn líka bygt á frásögninni í Flóamanna-
sögu um kýrránið frá Bjarna spaka. Þar er sagt að
Þorgils orrabeinsstrjúpur hafl tekið frá Bjarna þessum
20 kýr og 120 ásauði, því honum hafi þótt hann fá
of mikið fje með dóttur sinni8). Saga þessi um ránið
er ekki trúleg. Löglegum kaupmála milli hjóna máttu
menn eigi breyta í fornöld og gerðu aidrei svo vitað sje.
Það varðaði við lög. Nú hafa þeir sem álíta sögusögn
þessa sannsögulega, gert ráð fyrir því, að það sem Þor-
gils tók frá Bjarna hafl aðeins verið litið eitt af búfjár-
eign hans. Þeir hafa bent á þetta sem góða heimild
fyrir stórbúskap fornmanna á söguöldinni.
En Flóamannasaga er eigi vel ábyggileg. Dr. Finnur
Jónsson segir um hana, að hún hafi lítið sögulegt gildi4).
Þá kem jeg að kúabúinu mikla á Sæbóli, sem sagt ej:
frá í Gisla sögu Súrssonar. Gísli gekk í fjósið á Sæbóli
og batt saman halana á 60 kúm5).
Þó að þessi saga sje ein af ábyggilegri íslendingasög-
unum í flestum greinum, má þó flnna nokkra veika
staði í henni, án þess hjer sje farið út í þá sálma.
Talan 60 getur líka hæglega verið misrituð eða mislesin
af þeim, er rituðu upp söguna á 14. öld eítir frumsög-
unni.
Mjer þykir ólíklegt að jörðin Sæból í Haukadal,
1) HarðarBaga, 20. kap.
2) Bókmentaeaga íslands, 246.
3) Flóamannasaga, 30. kap.
4) Bókmentasaga íslands, 274.
B) Gísla saga SúrBBonar, 16. kap.