Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 59
bUnaðarrit
273
nyrðra 1710—11 voru 24 kýr á Hólum, 1 naut, 300
ásauðar, rúml. 200 geldfjár og 110 hross. Ráðsmaður
staðarins segir Árna, að 1 meðalári megi fóðra heima
á staðnum 14 kýr, 1 naut og 240 ásauði1). Þessar 24
kýr voru sumarkýr búsins. Þær vorú sumar í vetrareld-
um eins og geldneytin. — Árið 1767 er talin hæfileg
áhöfn á Hólum þetta: 12 kýr, 180 ásauðir, 160 geldfjár,
15 geldneyti með kálfum og 10 hross2 3).
Útibú UólastölN á- 1G. öld.
Útibú Hólastóls voru misjafnlega mörg, eftir árferði
og dugnaði ráðsmanna stólsins. Þau voru fæst 6, en 12
þegar þau voru flest. Eftirfarandi tafla sýnir búpening á
búunum 1550 og 1569. Síðara árið voru þau aðeins 6.
Þá var búskapurinn á Hólum og búunum í afturför,
frá því sem hann var á dögum Jóns Arasonar. En það
var líka ilt árferði 1566 og 1567, ásamt vondu vori 1568.
Þessi árin var víða fjárfellir mikill8). Á einu útibúinu,
Urðum, er þess getið í brjefabók Guðbrands biskups, að
fyrir fardaga 1580 „áður en við var aukið“ (þ. e. til
sumarnytja) hafi verið 15 kýr, 44 ásauðir, 5 geldneyti
og 24 geldar sauðkindur. En á eldaskildaga var rekið
heim að Urðum úr fóðrum: 7 geldneyti og 43 sauðir.
Eftir fardaga var haft á búinu 21 kýr og 80 ásauðir,
en rekið til fjalls 78 geldfjár4). — Fjórum árum síðar,
1584, er þetta útibú orðið talsvert stærra. Þá eru á
fóðrum þar 16 kýr, 83 ásauðir, 12 geldneyti, 47 sauðir
og 44 lömb. En í fóðrum annarstaðar frá búinu voru 25
lömb og 13 geldneyti5).
1) Jarðamat Á. M. XIV, 334—35.
2) LovBamling for ísl. III, 589.
3) Skarðsárannáll, 30, 32, 34.
4) Brjefabók G. Þ., 205.
5) Brjefabók G. Þ., 237.