Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 41
BUNAÐARRIT
255
Við þetta er það að athuga, að jeg ætla engu full-
orðnu geldfje, hrossum, kálfum nje svínum neitt fóður,
og nær það þó engri átt, að ætla því eingöngu útbeit,
jafnvel í allra bestu vetrum. Geldfjeð, auk lambanna,
hefir verið að vetrinum um 250, öll hrossin, ung og
gömul, 49, 26 kálfar og 30 svín með grísum. Hjer eru
eigi talin nautin, sem voru úti í eyjum og líklega hefir
verið gefið lítið. Ennfremur má athuga fóður kúnna.
Það er ósennilegt, að þær hafi allar verið síðbærar,
geldar eða geldmylkar. Nokkrar þeirra hafa verið snemm-
bærar og þeim gefið fóður til nytjar. En þá var þeim
ætlað hálfu meira fóður. Þetta verður nánara skýrt í
síðasta kaflanum.
Að öllu þessu athuguðu þykir mjer líklegt, að ekki
hafi verið tleiri kýr heima á Reykhólum veturinn
1445—’46 en 25—28 í hæsta lagi, en í Saurbæ á
Rauðasandi 20—25 kýr1), og á Brjánslæk 15.
Hin 3 höfuðbólin þekki jeg ekki, en tel víst, að á
þoim hafi einnig verið minni áhöfn en menn hafa haldið.
Ekki benda nein forn skjöl eða Búalög til þess, að á
fyrri öldum hafi túnin verið í betri rækt en þau nú al-
ment eru. Að þessu verður vikið síðar.
En svo er enn eitt, sem hjer kemur til greina, og
það er beitilandið. Það eru takmörk fyrir því, eins og
flestu, hve mikinn fjenað má hafa í heimahögum vetur
og sumar. Það hefir eigi verið nóg beitiland á Reyk-
hólum handa hjer um bil 177 stórgripum og hátt á
sjötta hundrað fjár. Því stærra þarf beitiland sem meira
er beitt á vetrum. En því meira sem heimahagar eru
beittir sumar og vetur, því rýrara verður slægjulandið
utan túns.
En sjerstaklega vil jeg benda á, að í Saurbæ gat eigi
helmingur af þeim búfjenaði haft vetrarbeit, sem talinn
1) Saurbær á Rauðasandi er nú í óveDju góðri rækt og mun
sldrei hafa gefið eins mikla töðu af sjer og hin síðari árin.