Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 112
326
BÚNAÐARRÍT
nafn kýrinnar efst, þá almennar upplýsingar um ætt,
aldur o. s. frv., og síðan sagt hvað kýrin hafi mjólkað
eftir 1. kálf o. s. frv. En út undan aftur hvað móðir
hennar hafi mjólkað, eftir tilsvarandi kálfa. Inn á þessa
seðla er fært um hver áramót, og svo bætt inn í nýj-
um, jafnóðum og kvígur undan nautunum koma í gagnið.
Seðlum allra systra er svo haldið saman sjer, og þar
raðað eftir nöfnum, númerum, eigendum eða öðru, svo
fljótlegt er að finna það, sem að er leitað. Við hver
áramót birtir svo ráðunauturinn, sem hefir þessar rann-
sóknir með höndum, skýrslu um hvernig nautin reynast,
sem notuð eru í þeim eftirlitsfjelögum, sem í því sam-
bandi eru. Þeim skýrslum er oft skift í tvent, fullgerðar
skýrslur og bráðabirgðar-skýrslur. í þeim fyrri eru skrár
um reynslu þeirra nauta, sem eru orðin svo gömul, að
margar eða flestar dætur þeirra eru bornar og búnar að
mjólka nokkur ár. En í þeim síðari eru naut, sem enn
eiga að eins ungar dætur, og því ekki fenginn fullnaðar-
dómur um afkvæmi þeirra að svo stöddu.
Þessar rannsóknir eru mjög mikils verðar, og það eru
þær, sem menn nú vilja leggja aðal-áhersluna á. Það
hefir sýnt sig nokkrum sinnum, að naut, sem fengið
höfðu sama sem jöfn stig við sýningar, bæði hvað ein-
stakling og ætterni snerti, reyndust gefa mjög misjöfn
afkvæmi. Þetta þarf engan að undra, sem eitthvað skilur
í Mendels-lögmáli. En það eru ekki allir enn, sem vilja
viðurkenna þau sannindi, sem það hefir leitt í Ijós. En
fyrir hinu beigja menn sig, því, að þeir sjálfir sjái jafn
álitleg naut reynast misjafnt, og það hafa ætternis-
rannsóknirnar leitt í Ijós, að þau gera oft og einatt.
Margt fleira mætti segja um þetta mál, en margt af
þvi snertir meira sjálft starfið, sem unnið er bæði í
eftirlitsfjelögunum og þó sjerstaklega á skrifstofum sam-
bandanna og af starfsmönnum þeirra, og yrði meira
lýsing á starfi þeirra, en á þeirri hlið kúakynbótanna,
sem að almenningi snýr, en það er sú hliðin, sem jeg