Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 130
344
BÚNAÐARRIT
ásamt skipulagsskránni um sjóðinn. — Gert er ráð fyrir
því í skipulagsskránni, að verja megi vöxtum sjóðsins
1 ár í senn til sýninga á hestum. Sýslunefnd Skagfirð-
inga sótti um það 1879 til stjórnarinnar, að fá vextina
það ár, eða eitthvað af þeim, til sýningar, er þeir hjeldu
það ár. Þeim var synjað. Stjórninni mun hafa þótt hæp-
ið, og þykir enn, að framfylgja þessu ákvæði skipulags-
skrárinnar. Hitt gæti komið til mála að taka meira tillit
til góðrar hrossaræktar og kynbóta á hestum, en gert
hefir verið að undanföinu, og það því fremur, sem gef-
andinn virðist leggja áherlu á að bæta hestaræktina.
Samkvæmt yfirliti Þórhalls biskups, sem áður er um
getið, virðast framkvæmdir þeirra, er um verðlaun sóttu,
hafa verið alment minni þá en nú gerist. Skýrslurnar
margar orðalengingar, en lítið á þeim að græða. Og
upplýsingar um umsækjendur yfirleitt af skornum skamti.
Aftur á móti eru skýrslur umsækjenda nú miklu ítarlegri
en áður gerðist. Það er skýrt miklu nánar frá fram-
kvæmdum hlutaðeigenda og búskap þeirra. Pestir skýrslu-
gefendur styðjast við jarðabótaskýrslur viðkomandi
manns í búnaðarfjelaginu, og ætti það að vera reglan
hjá öllum, sem gera slíkar skýrslur. Hitt er meira
handahóf og vekur fremur tortryggni, ef ekki er annað
við að styðjast en munnlegar upplýsingar umsækjanda.
Margir af umsækjendunum um verðlaunin, sækja um
þau ár eftir ár og það jafnvel í mörg ár uns þeir fá
þau. Þá virðist svo sem manninum sje meira keppikefli
að ná í peningana, en heiðurinn. — Eftirfarandi yfirlit
eða útdráttur tekur yfir 13 ár og nær til 26 manna,
er hlutu veiðlaun á þeim árum. Hefir þá birst í Bún-
aðarritinu útdráttur úr skýrslum allra þeirra manna er
hlotið hafa verðlaun síðustu 50 ár og eru þeir samtals
eitt Imndrað. Þykir mjer fara vel á því að þessir yfir-
litskaflar endi á 50 og 100. Það sómir sjer jafnan vel
og minnir auk þess á söguleg tímamót. Og síðar má
svo halda áfram og bæta við.