Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 61
BÚNAÐARRIT
275
Um Miklagarísbúið er það vitað, að það óx til 1581.
Þá voru á búinu 10 kýr að vetrinum heima, 15 geld-
neyti, 88 ásauðir, 35 geldfjár og 30 hross. í eldum átti
bUið þetta ár: 2 kýr og 11 geldneyti’). NU hefir þótt
ofmikið að hafa 12 kýr heima, en 22 voru þar á vetrar-
fóðri 1550.
Þetta gefur tilefni til að spyrja, án þess að því verði
þó svarað: Gat Hólastóll ekki haft jafn margar kýr á
jörðinni 1569 og 1580 eins og 1550, eða vildi hann
það ekki? Hafði jörðin gengið Ur sjer? Eða var kUnum
nU ætlað meira fóður en 1550? Kanske grasbresti hafi
verið um að kenna frá sumrunum 1568 og ’79. Þó er
þess hvergi beinlínis getið. En það er víst að hafís kom
eftir páska vorið 1568 og lá til fardaga1 2 3 4 5) En vorið 1579
kom fjUk um Jónsmessu og fjell þá sumstaðar bUpen-
ingur. Það sumar var víða talið misjafnt8).
Búíjáreign einstakra iiiiimiit.
Eins og minst hefir verið á hjer að framan, áttu
ríkir bændur bUfjenað Ut um allar sveitir, ýmist sem
kUgildi á jörðum sínum eða í byggingu og í fóðrum
hjer og þar. Margir auðmenn eða stærri bændur gáfu
börnum sínum málnytukUgildi, þegar þeir giftu þau. —
Þegar Erlendur, sonur Þorvarðar lögmanns, giftist Þór-
unni, dóttur Sturlu Þórðarsonar, 1525, gaf Þorvarður syni
sínum 120 málnytukUgiidi, auk annara eigna. En Sturla
gaf dóttur sinni 40 kUgildi. — Þetta var auk fasteigna4).
Þegar Björn, sonur Benedikts ríka sýslumanns, giftist
(1586) Elínu dóttur Staðarhóls-Páls, gaf Benedikt syni
sínum 80 málnytukUgildi og 40 kUgilda virði í smjöri6).
1) Brjefabók G. Þ., 209.
2) Skarðsárannáll, 146.
3) Skarðsárannáll, 158.
4) Pornbrjefasafn IX, 288.
5) Sýslumannaæfir I, 228.