Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 132
346
BÚNAÐARRIT
Allar eru byggingarnar vandaðar og rúmgóðar. — Haug-
stæðistóft, flóruð og lagarheld. — Einnig heflr hann bygt
upp 8 fjárhús yfir 370 fjár, vönduð að viðum og veggjum.
Jarðarbæturnar eru metnar á 3500 kr., og penings-
húsin á 1390 kr.
Það var haft orð á því, hve vel Ingvar á Sólheimum
færi með allar skepnur, enda talið að hann ætti fallegri
gripi en flestir aðrir í hans sveit. Sjerstaklega er um
það getið að hann hafi átt fallega hesta og gott hestakyn.
Ingvar var hreppstjóri í 35 ár, sat i hreppsnefnd í 15>
ár og sáttasemjari í 24 ár.
Ariö 1Ö13.* 1)
77. Rnnólt'ar Rnnólfsson, bóndi í Norðtungu í
Mýrasýslu. Hann hefir búið þar i 20 ár (þegar skýrslan
er samin), og á þeim árum hefir hann sljettað í túninu
4^2 ha., og grætt út með fræsáningu og rótgræðslu annað
eins. Túnbæturnar nema þannig 9 ha. Mestur hluti út-
græðslunnar voru berir melar og flög. Túnið er girt, og
er öll girðingin 1280 metr., langmest fjögra til flmm
þætt girðing.
Bæinn allan færði hann úr stað og reisti hann á ný
út við túnjaðarinn, til þess að spara umferð um túnið.
Ibúðarhúsið er úr timbri, járnvarið, stórt og vandað.
Einnig hefir hann bygt upp öll peningshús, þar á meðal
fjós fyrir 11 nautgripi og hlöðu við. Sagt er, að allar
þessar byggingar hafi kostað á sínum tíma 10,000 kr.
Jarðaibæturnar nema um 2400 dagsverkum, og töðufallið
hefir aukist um helming.
Trjáræktar-reitur er við aðra hlið ibúðarhússins.
Öll umgengni, innan húss og utan, er með afbrigðum góð.
1) Umsækjendurnir þetta ár voru 11: 1 úr V.-Skaftafellssýslu,
2 úr Rangárvallasýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu, 3 úr Mýrasýslu,
1 úr Strandasýslu, 2 úr Skagafjarðarsýslu og 1 úr S.-Múlasýslu.