Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 38
252
BÚNAÐARRIT
ar. Má því ætla, að í 20 kúa fjósi hafi verið 12 mylkar
kýr, en 18 í þeim er 30 bása höfðu.
III. A íimtándu öld.
í byrjun þessarar aldar gekk svartidauði yfir landið,
eins og kunnugt er. Af ýmsum fornum ritum og brjef-
um má sjá, að eigi hefir liðið á löngu, þar til þjóðin
rjetti við aftur eftir þetta mikla áfali. Jeg hygg, að alt
of mikið hafi verið gert úr þessari pest og afleiðingum
hennar, og þeim erfðum og auði, sem sagt er að hafi í
byrjun þessarar aldar safnast á fárra manna hendur í
landinu.
En hjer verður elcki farið út í þessa sálma.
Búpeningur Íí nokkrum jördum,
Iteykliólabúin. Guðmundur ríki Arason á Reykhól-
um var dæmdur á alþingi 1446 frá eignum og óðali í
útlegð fyrir rán og yfirgang. Þeir, sem fengu hann
dæmdan, voru engir dýrlingar eða lausir við ágengni.
Eftir alþingi þetta sumar var 2. ágúst haldinn einskonar
fjeránsdómur að Reykhólum yfir Guðmundi rika, og
allar eignir hans gerðar upptækar í nafni konungs og
landslaga. Þeir, sem hjer stóðu helst að verki, voru þeir
bræðurnir Björn ríki, síðar hirðstjóri, og Einar, Þorleifs-
synir. Helga, systir þeirra, var gift Guðmundi ríka. Það
er oft köid mágaástin. Fall Guðmundar var þeim ávinn-
ingur, enda keypti Björn Þorleifsson hálfar eignir hans
af konungi fyrir lítið verð eða sektarhluta konungs.
Jeg set hjer töflu yfir allan búfjenað Guðmundar ríka
á 6 höfuðbólum hans, með þeim jarðeignum hans, sem
fylgdu hverju þessu höfuðbóli. En auk þess átti hann
margar aðrar jarðir um alt Vesturland.
Auk þessa búpenings, sem taflan hjer á eftir sýnir,
voru á fjalli 600 lömb á öllum búuDum, og um 83 svín,
vngri og eldri, á þremur búunum.