Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 97
BTÍNAÐARRIT
311
en ekki send á mjólkurbú. Þau fá hvert 500 kr. í styrk
á ári.
e) Sýningar eru haldnar einhversstaðar árlega, en
sýningar fyrir alt landið eru mjög sjaldgæfar (hafa verið
tvær). Ríkið heldur sýningar til að fá lýsingu á gripum
i ættbækur, og þá auðvitað jafnfiamt leiðbeina og örfa
menn, að eiga góða gripi. Fylkin halda sýningar til að
úthluta bolaseðlum. Og þess utan eru oft og einatt ýmsar
sýningar, sem haldnar eru til minningar um þetta eða
hitt. Stærsti útgjaldaliður til eflingar nautgriparæktinni,
er við sýningarnar. Á sýningunum eru skepnurnar dæmdar
og þeim raðað eftir ytra útliti. Þau verðlaun, sem skepnan
eftir þeim dómi fær, vil jeg kalla einstaklings-verðlaun.
Auk þessara verðlauna, er á ríkissýningum líka veitt
verðlaun fyrir afkvæmi. Einstaklingurinn er þá dæmdur
eftir því, hvernig afkvæmi hans hafa reynst, en ekki
eftir því, hvernig hann lítur út sjálfur. Sami einstaklingur
getur því fengið tvenn verðlaun, fyrir sjálfan sig, sem
einstakling, og fyrir afkvæmi sín. Fyrstu verðlaun sem
einstaklingur, getur þó engin kýr fengið, nema að það
fylgi henni reikningur frá búreikninga-, eftirlits- eða
fjósreikningafjelagi, er sýni arðsemi hennar. Fyrstu verð-
laun getur ekkert naut fengið, nema að dætur þess sjeu
reyndar orðnar, og önnur verðlaun ekki, nema að það
sje af þektri góðri ætt, og að minsta kosti 2 ára. Þessi
verðlaun takmarka einstaklings-verðlaunin mikið. — Nú
er verið að endurskoða ákvæðin, sem gilda um verðlauna-
veitingar á nautgripasýningum, og virtist mjer að allir
væru sammála um, að leggja minni áherslu á einstak-
lings-verðlaunin, en meiri á afkvæma-verðlaunin og ætt-
ernið. En eins og þau eru nú, þá eru það einungis 4
vetra naut, og eldri, sem geta fengið fyrstu verðlaun,
og þó því að eins, að með þeim geti komið á sýning-
Una dætur þeirra, og að reikningar yfir þær sýni að þær
sjeu góðar. Það er iítið gert að því enn í Noregi, að
bera þær saman við mæður þeirra, en það verður eitt