Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 53
BONAÐARRIT
267
verið fleiri kýr heima á staðnum að vetrinum en 20—25.
Hinar hafa hlotið að vera á útibúunum (sbr. bað sem
áður er sagt). Af þessum 51 jörðu, sem klaustrið átti
voru 7 í eyði1).
c) Þingeyraklaustnr átti (1525) útibú í Hvammi.
Þar voru á fóðrum: 12 kýr, 8 geldneyti, 84 ásauðir, 75
geldfjár, 6 kálfar og 4 hross2 3). Þessar 12 kýr hafa ef-
laust verið taldar með heimakúnum í framtali klaust-
ursins 1525. Hafa því verið þar að vetrinum 19 kýr á
fóðrum. Af 96 jörðum, sem klaustrið átti, voru 34 í
eyði óbygðar, eða rúmlega þriðjungurinn.
Samkvæmt jarðamatsbók Árna Magnússcnar er talið
að fóðra megi heima á Þingeyrum: 16 kýr, 2 geldneyti,
• 2 eldíshesta og 200 ásauðar1*). (Þetta á heimalandinu).
d) YiÖeyjarklaustnr heflr átt meiri búpening en
taflan hjer að framan ber með sjer. Hjer er það eitt
talið, sem var heima í Viðey, þegar Danir rændu þar.
Allur geldpeningur, sem þar var heima að vetrinum var
fluttur í land til vorgeymslu um og eftir eldaskildaga
samkvæmt venju.
En veturinn 1547—48 voru þar á fóðrum 33 kýr.
Svipuð var kúatalan 1549 og 1550. Af 204 sauðkindum
klaustursins drápust 27. Fjeð lifði á útigangi suður á
Vatnsleysuströnd. Veturinn 1549—50 voru 33 kýr heima
í Viðey og 16 geldneyti og 80 lömd, þar af drápust 30
iömb. Á útigangi voru á Vatnsleysu 205 ásauðir (af
þeim drápust 20) og 107 geldfjár. Um vorið var rekið
á fjall um krossmessu 200 fjár og 51 geldneyti. En í
seli haft 24 kýr og 202 ásauðir. Heima að sumrinu
voru 23 kýr4), naut og 12 ungkálfar. Klaustrið hefir því
átt 47 kýr og hafa þá verið af þeim 14 í vetrareldi og
1) Fornbrjefasafn IX, 321.
2) Fornbrjefasafn IX, 316.
3) Jarðamat Á. M. Húnavatnssýsla, 383—85.
4) Forubrjefasafn XII, 118.