Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 63
BítNAÐARRÍT
277
Á öðru búi hans, Teig, voru 14 kýr, 6 geldneyti, 4
kálfar, 66 ásauðir (þar af 40, sem mist höfðu undan
sjer um vorið), 6 kúgilda virði í geldfje og 3 hross1).
Þegar Jón Solveigarson rændi bú Björns Guðnasonar
sýslumanns (1512), er Björn átti í Seyðisfirði vestra,
voru þar á búi 16 kýr og mikið annað búfje2 3).
Þessi sami Jón hafði rænt þar áður (1497) og eyði-
lagt gagnsmuni af þeim 16 kúm, sem þar voru á búinu,
og Þorieifur Örnólfsson átti, ábúandi jarðarinnar8). Svo
virðist, sem þetta hafi verið vanaleg kýrtala á þessu býli.
Þegar Jón biskup og menn hans rændu í Arnarnesi
(1547), ráku þeir þaðan heim að Bjarnanesi 20 kýr og
140 ásauði, frá Indriða bónda Ketilssyni. í Bjarnanesi
var þessi búpeningur haíður inni í svelti í tvo sólar-
hringa og lá við köfnun4 5). En eigi verður vitað, hvort
Arnarnes hefir fóðrað 20 kýr, því sennilsga hefir Indriði,
eins og aðrir ríkir menn þá á tímum, átt fjenað í fóðr-
um að vetrinum.
í Glaumbæ voru (1537) á búi 18 kýr, 11 geldneyti,
165 sauðkindur og 4 hross, þegar Jón biskup Arason
eg menn hans ljetu þar greipar sópa. Þeir ráku þaðan
búfjenað þennan og tóku auk þess með sjer 20 smjör-
vættir, 10 skyrtunnur og 18 fiskavættir6). Nokkru siðar
(1550) voru 20 kýr í Glaumbæ í vetrarfóðrum, 7 geld-
neyti, 86 ásauðir, 50 lömb, 20 sauðir og 2 hross. —
Hólastaður átti þetta bú að mestu, nema það, er kirkjan
í Glaumbæ átti6).
Á þessari öld gekk nautadauði á Suðurlandi. Það hefir
sennilega verið miltisbrandur, því að kjötið af nautgrip-
1) Fornbrjefasafn YIII, 794—96.
2) Eornbrjefasafn VIIl, 404—406.
3) Fornbrjefasafn X, P>4—55.
4) Forubrjefasafn XI, 607—609.
5) Fornbrjefasafn X, 99—100.
6) Fornbrjefasafn XI, 876.