Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 81
BÚNAÐAKRÍT
295
ingi, sem eigi hafði hey og hús1 2 3)". Árið 1355 var mik-
ill fellir á búfje „svo þeir, sem eigi gátu bjargað (þ. e.
áttu hey) mistu allan sinn útigangspening*)0. Þriðja
dæmið er frá 1615. Þá var vetur harður og ísalög mik-
il og „fjell nær allur útigangspeningur, sem ekki halði
hey8)“. FJeiri dæmi mætti benda á, en þess gerist eng-
in þörf. Hygnir búmenn ætluðu öllum geldneytum all-
mikið hey. Það þótti annálsvert, að góða veturinn 1667
þurfti eigi á Húsafelli fulla 2 heyhesta yflr allan vetur-
inn handa 8 geldum nautum og 2 geldar kvigur komu
þar eigi á gjöf fyr en á þorra4 5).
Yenjulega munu einyrkjar og óframsýnir búmenn hafa
sett geldpening mestallan rá guð og gaddinn", en það
kom einnig fyrir hjá ráðsmönnum klaustranna og stól-
anna t. d. á Hólum í tíð Laurentiusar biskups. Þá var
vetur harður og hrundi fjenaður staðarins niður úr hor
sökum fyrirhyggjuleysi ráðsmannsins8).
Það má sjá af ýmsu, að bændur til forna þrautbeittu
flestum búfjenaði sínum á vetrum. Þeir notuðu útbeit-
ina betur en menn gera nú. Kúm var víða beitt fram
í fannir á haustin og þær látnar snemma út á vorin,
áður en verulegur gróður var kominn. Sumir beittu jafn-
vel kúm út á vetrum, þegar tíð var góð og jörð
auð, en sjaldgæft mun það hafa verið. Það bar þó eitt
sinn við á 13. öld, að kýr bar úti í haga, að vísu 1
bliðviðristið6). Og blíðuveturinn 1795 gengu kýr viÖa
úti7). En geldneytum öllum var beitt út, hvenær sem
jörð var og veður sæmilegt. En gjafarlaus hafa þau
1) H. F. Mannfellir og hallæri, ftO.
2) H. F. Mannfellir og hallæri, 59.
3) H. F. Mannfellir og hallæri, 78.
4. H. F. Mannfellir og hallæri, 85. Árbækur Espólíns VII, 47.
5) Biskupasögur I, 873. — íslenskir annálar, 287.
6) Biskupasögur 1, 368.
7) Árbækur Espólíns XI, 85.