Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 48
262
BÚNAÐARRIT
í Hólabiskupsdæmi voru 24 kirkjur (af 70), sem engan
búfjenað áttu. Hjá 11 kirkjum er búfjeð talið í kúgild-
um og átti hver þeirra til jafnaðar 10^/s kúgildi (10,36).
Samtals áttu hinar kirkjurnar 412 kýr og 1308 ásauði.
Það er til jafnaðar á hverja kirkju (deilt með 59): 7 kýr
og 22 ásauðir (22,17), eða rúmlega lOVa kúgiidi. Auk
þess áttu kirkjurnar til jafnaðar hver rúmlega x/2 geld-
neyti, 1 hross og rúmlega 3 kúgiidi í geldfje.
Tuttugu kirkjur áttu minna en 10 kýr, sextán áttu
10—40 kýr. — Fjórtán kirkjur áttu 1 — 20 ásauði,
tuttugu og tvær 20 — 60 og átta 60 —180 ásauði.
Kirkjurnar í Skálholtsbiskupsdæmi gera betur en
systur þeirra nyrðra. Ellefu kirkjur (af 71) áttu engan
búpening. Hjá 7 er búfjenaður talinn í kúgildum. Það
er til jafnaðar á hverja kirkju nær 91/* kúgildi (9,28).
Samtals áttu kirkjurnar 523 kýr og 2,037 ásauði. Þetta
er til jafnaðar á hverja kirkju í Skálholtsstifti rúmlega
8 kýr (8,17) og nálega 32 ásauðir (31,82). Þær áttu
ennfremur til jafnaðar, hver kirkja, rúmlega 1 geldneyti
(1,11), 3 hross og hjer um bil 2 kúgildi í geldfje.
Tuttugu og átta kirkjur áttu minna en 10 kýr, en
25 áttu 10 — 27 kýr. Fjórtán kirkjur áttu 1 — 20 ásauði,
sautján áttu 20—60, en fjórar 60 —150.
Þau ár, sem flestir máldagarnir stafa frá, voru erfið
á íslandi, einkum nyiðra. Það var harður vetur 1470,
og lá þá hafís í kringum mestalt landið, fram á sumar1).
En 1477 var öskufall mikið, sem spilti grasi, og virð-
ist það hafa helst verið nyiðra. Þar var kvartað um
að fjenaður þrifist eigi á grasinu, sökum sandfoks2).
Hafísar voru lika miklir við land 1479 og lágu til Jóns-
messu8). Mun þetta illa árferði nyiðra hafa stutt að því,
að sauðfjáreign kirknanna þar var miklu minni á þess-
um árum en hún var hjá Skálholts-kirkjunum.
1) Arbækur Espólins II, 75.
2) Fornbrjefasafn VI, 103—107.
3) Árbækur Espólíns, II, 91.