Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 87
BTlNAÐARRIT
301
haglendi yfir sumartímann1). Pað má gera ráð fyrir að
kýr hafi til forna verið nálega fullgræddar í miðjum
júní, flestar mjög síðbærar, en farið verulega að geldast
í miðjum september. Mjólkurtími kúnna að sumrinu
verður því hjer um bil 90 dagar. Smjörið úr þeim átti
að vera yfir þennan tíma 45 forníslensk pund. En til
þess að ná þessu smjöri þurfti kýrin að mjólka yfir
sumarið 579 potta. En þá kemur vetrarmjólkin. Eftir
ýmsum dómum og Búalögum er árssmjörið úr meðalkú
60 pd. forníslensk, eða 51,84 pd. dönsk. Það vantar þá
hjer um bil 13 pd. af smjöri til þess að sumarsmjörið
úr kúnni geri lögmæta upphæð. Þessi 13 pund áttu að
fást úr hjer um bil 195 pottum. Þetta á þá að vera
vetrarmjólkin, og mun ýmsum þykja hún lítil. En gæta
verða menn þess, hve lítið fóður þessum kúm var ætlað.
Ef lagt er saman, annarsvegar sumarmjólkin og hins-
vegar vetrarmjólkin (579 -f 195), þá kemur út 774 pt.
eða einum pt. minna en ef reiknað er eftir árssmjöri
og ársskyri samanlögðu. — Að vetrarmjólkin úr meðal-
kú hafi eigi verið meiri en í mesta lagi 195 pt., má
sjá af því, hver meðgjöfin var með kúm. Snemmbær
kýr átti að mjólka fyrir fóðri sínu og hirðingu2 3), en með
síðbærri kú voru gefnar 40 álnir. Nú var alment verð
á nýmjólk úr kúm 5 pt. á 1 alin8) og hirðing á kúnni 3
álnir4 5). Þá eru 37 álnir, sem fóður síðbærunnar er metið.
Til þess að borga 40 álnir, vetrarfóðrið, þurfti kýrin að
mjólka 200 pt. forníslenska; en það eru 172 pt. danskir.
Búalög gera ráð fyrir, að allra bestu kýr geti mjólkað
10 eða jafnvel 20 pt. á dag að sumrinu, þegar þær
mjólka mest. Þeim er ætlað að gera 6 eða 12 fjórð-
1) Búalög, Rvik, 117.
2) Búalög, Rvík, 145, 146.
3) Búalög, Rvík, 5.
4) Búalög, Rvík, 7.
5) Búalög, Rvík, 96.