Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 42
256
BtíNAÐARRIT
er þar heíma á jörðinni sumariS 1446. Það er eigi jörð-
um þessum að þakka, þótt kanske mikið af geldneytum
og geldfjenaði hafi verið haft á b6it á öðrum jörðum,
eins og víða var siður meðal stórbænda. En þeim mun
minni búfjenaður var á þeim jörðum, sem meira af
búfjenaði frá höfuðbólunum gekk í landinu.
Jeg tel víst, að Guðmundur Arason hafi látið land-
seta sína á nágrennisjörðum höfuðbólanna fóðra mikinn
búpening á vetrum, eins og siður var þá meðal auð-
ugra stórbænda. í ágústmánuði er alt geldfje og öll
geldneyti í afrjettarlöndum, en kýrnar og ásauðirnir
heima á höfuðbólunum. En hve mikið af öllum fjenaði
þeirra var á vetrarfóðrum heima, verður ekkert vita&
um. Það er sagt í skýrslunni um búfjáreign Guðmundar
Arasonar (1446), að frá Saurbæ hafi verið 20 uxar til
beitar i Vatnsfirði á Barðaströnd1).
Uxarnir hafa líklega gengið þar úti að vetrinum að
mestu eða öllu leyti, því þar er skjólasamt og skógur
mikill. Fram á 18. öld gengu þar off úti gjafarlaust
gamlir sauðir og uxar. En í Saurbæ er vetrarbeitiland
eigi gott, og hið sama má segja um Reykhóla, þegar
eyjarnar þar eru undanskildar.
Miklabæjarránið. Það eru ýmsar ólikar sagnir tii
um nautgripafjöldann á Miklabæ 1446, þegar staðurinn
var rændur. Dr. Þ. Th. segir í Lýsing íslands, að ráns-
mennirnir hafi rekið þaðan 37 kýr o. s. frv.2). Heimild
hans er Fornbrjefasafnið VI, 76. En mjer virðist hann
hafa misskilið þá heimild.
Sjera Jón Halldórsson segir, að á Miklabæ hafi verið
rænt 20 kúm, 3 kvígum, 1 þarfanauti, 10 uxum göml-
um og 14 geldneytum öðrum3).
Jón Espólín segir frá þessu ráni í Árbókum sínum
1) Fornbrjefasafn IV, 689.
2) Lýsing íslands III, 225.
3) Tímarit Bókmentafjelagsins II, 72.