Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 40
254
BÚNAÐARRIT
úr sjer síðan á 15. öld, að öðru leyti en því, að skóg-
lendi þeirra hefir þorrið, nema á Brjánslæk. Túna- og
engjastærð er sú sama og áður hefir verið. Jarðir þessar
hafa eigi legið undir neinum skemdum af náttúrunnar
völdum, sem teljandi sje. Og þær hafa oftast verið vel
setnar, höfðingjasetur, nema helst Brjánslækur. Bæði í
feaurbæ og á Reykhólum hafa lengstum búið auðugir
menn og atorkusamir. Jeg hygg, að heyfallið af þeim
muni eigi vera minna nú en það hefir best verið.
Hve mikinn búpeniDg bera þessar jarðir nú? Það veit
jeg nokkurn veginn vel. Fn jeg skal láta þá segja frá
því, sem best má treysta til að geta um það borið; en
það eru þeir, sem bjuggu á þessum jörðum þegar síð-
asta jarðamat fór fram. Þeirra umsögn efa jeg ekki, og
það því fremur sem mjer eru gæði jarðanna mikið kunn.
Ábúandinn á Reykhólum segir, að jörðin beri 9 kýr,
700 fjár og 40 hross1). — Prófasturinn á Brjánslæk
telur hæfilega áhöfn á þeirri jörð: 5 kýr, 7 hross og
miklum mun fleira sauðfje en þá var þar á fóðrum, en
það var um 1502 3). — Eftir sama framtali má fóðra í
Saurbæ 12 kýr, 160 fjár og 13 hross8). — Allur hey-
fengur er á Reykhólum hjer um bil 1500 — 1600 hest-
burðir, á Brjánsiæk hjer um bil 5 — 600 og í Saurbæ
um 1200 hestburðir.
Þetta miðast við meðal-árferði.
Jeg hefi athugað sultarfóðursáætlanir eða heyásetning
Búalaga og komist að þeirri niðurstöðu, að á 1500 hest-
um af heyi (hver talinn 180 pd. til jafnaðar) mátti ala
að vetrinum 1446 hjer um bil: 45 kýr (síðbærar og
geldmjólkar, sem eigi var gefið til Dytjar), 180 ásauði,
132 lömb, 51 uxa 2, 3 og 4 vetra og 25 geldneyti
veturgömul. Fjenaðinum ætlað sama fóður og Búalög
telja hæfilegt.
1) Gjörðabók jarðamatsnefndar í Barðastrandarsýslu, 44—45.
2) ---- - —»— 173.
3) ---- —»— - —»— 218.