Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 54
268
BUNAÐARRIT
sömuleiðis 35 geldneyti. Veturinn 1547—48 voru 40
geldneyti klaustursins á útigangi (líklega að mestu leyti)
á Vatnsleysu. Þess er eigi oftar getið, að geldneyti hafi
verið höfð þar1 2). Svo virðist eftir búfjárskýrslunni að
dæma, að klaustrið hafl átt þennan vetur um 64 fjár í
eldum, annars er vortala fjársins röng.
Það var Kristján „skrifari" á Bessastöðum, sem samdi
þetta búskaparyfirlit klaustursins.
Um búfjártöluna í Viðey 1595 má geta þess, að hún
er eigi alveg viss, því að Bessastaðabúinu er slengt
saman við Viðeyjarbúið. Jeg hefi skift þeirri búfjártölu í
tvo jafna hluti, og eru líkindi til þess, að það sje rjett,
því að vinnandi fólk, karlar og konur, er talið jafnmargt
á báðum búunum alt árið. Geta má þess, að miklu
minna búpeningsframtal er á þessum jörðum árin 1602,
1606 og 16208).
e) Skálholtsstóll átti 1519 heima og á útibúum
með því, sem í fóðrum var, 1490 málnytukúgildi. —
Árið 1544 átti Skálholtsstóll, heima og á útibúum, í
umboðum og eldum, 1700 málnytukúgildi; þar af áttu
kirkjur á staðarjörðum 210 kúgildi. En staðurinn átti
þá í geldum peningi samtals 249 geldneyti, ung og göm-
ul, sauðfjenað eldri og yDgri, geldan, 917 og 146 hross
gömul og ung3).
Um þessar mundir átti Skálholtsstóll 6 útibú. Áður
höfðu þau verið fleiri, jafnvel 12 á 14. öld. Auk þeirra
geldneyta, sem voru heima á staðnum og búunum, voru
105 í fóðrum hjá bændum.
Skrá yfir búfjáreign Skálholtsstaðar 1547—48 er svo
ruglingsleg og illa samin, og auk þess eru sýnilegar rit-
viilur eða prentvillur í henni, að það má heita fragangs-
sök að botna í henni. Þó má finna það út af henni, að
1) Fornbrjefaeafn XII, 158—59.
2) P. E. Ó.: Menn og mentir III, 185.
3) Fornbrjefasafn XI, 315.