Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 36
250
BTJNAÐARRIT
heima 1343. Verða þá eftir 30 kýr, sem hafa verið
fóðraðar heima og á útibúunum. Eigi verður vitað hve
margar kýr voru á útibúum, eða hve mörg þau voru.
Þetta ár átti klaustrið 36 jarðeignir. Það hefir því eign-
ast 17 jarðir á 54 árum.
í Viðeyjarklaustri voru 50 kýr heima í fardögum 1367.
Það eru sumarkýrnar þar. En hve margar voru fóðrað-
ar þar heima að vetrinum verður eigi vitað. Til er brjef
um ískyldur kiaustursins eða kvaðir á ýmsum jörðum
frá árinu 13131 2). Þá er talið að klaustrið fái árlega
helming allra heyja, sem heyist á Blikastöðum og lielm-
ing allra heyja frá Holti. Á þessum heyjum hefir klaustr-
ið getað fóðrað marga nautgripi, kýr og geldneyti. í
Ási átti klaustrið ennfremur eldi fyrir 13 vetrunga en
á Korpúlfsstöðum eitt eldi fyrir geldneyti og beit handa
hrossum. í Þormóðsdal átti klaustrið beitiland handa 12
hrossum, en frá Vatnsenda 3 mjölvættir o. s. frv. —
Svo má gera ráð fyrir, samkvæmt venju, að klaustrið
hafi komið mörgum kúm í vetrarfóður. Heima að vetr-
inum hafa að líkindum ekki verið mikið yfir 20 kýr.
Á það bendir ýmislegt, sem siðar verður minst á frá
klaustrinu á 15. og 16. öld.
Þá rekur Helgafellsklaustur lestina. Kýrnar, (30) sem
þar eru t.aldar fram í faidögum 1378, eru sagðar þar heima
og á útibúi staðarins að Saurum. Má því ætla að 10
kýr að minsta kosti hafi verið á Saurum en einungis
20 kýr á fóðri að vetrinum heima að klaustrinu. Ýmis-
legt, sem síðar veiður sagt trá þessu klaustri, bendir á
þetta. Klaustrið átti, auk 48 jarða í byggingu, 8 óbygð-
ar eyjar á Breiðafirðiil).
í máldaga klaustursins frá 1397 er þess getið, að
klaustrið eigi, auk 53 jarðeigna, 15 óbygðar eyjar. Það
1) Fornbrjefasafn II, 377.
2) Fornbrjefasafn III, 328.