Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 123
BÚNAÐARRIT
337
leiöingar fyrir efnahag hans. Hjer er meb öðrum orðum
nokkur áhætta á ferðum, sem orðið getur afdrifarík
fyrir nýbýlinginn.
Nú hafa menn eigi numið staðar við lögin um smá-
býlin frá ríkinu, heldur tekið skreflð talsvert lengra, til
þess að afla efnalitlum mönnum jarðnæðis.
Árið 1919 voru samþykt tvenn lög 4. október, önn-
ur þeirra mæla svo fyrir, að mestur hlutinn af kirkju-
jörðum skuli seldur, til þess að stofna smábýli, en hin
lögin ræða um það, hvernig jarðeignir Ijena, ættar-
óðala og erfðagóssa skuli verða frjálsar eignir. Umrað-
endur þessara jarðeigna mega gera þær að frjálsri eign
sinni, að sumu leyti með þvi að greiða ríkissjóði ákveðna
upphæð og að öðru leyti með því að leggja undir ríkis-
valdið alt að þriðjungi af því landi, sem gert var að
frjálsri eign. Gegn þessu fær eigandinn greitt fastákveðið
endurgjald, svo sem lögin segja nákvæmlega fyrir um.
Þetta land er svo ætlað til stofnunar smárra bújarða.
Upphæðin, sem greidd er í ríkissjóð skal lögð í sjer-
stakan sjóð (jarðasjóðinn), en fje hans ber að verja til
landakaupa, eða til lána handa efnasmáum bændum.
Menn hyggja, að hjer um bil 20 000 teigar (rúmlega
60,000 dagsláttur) frá Ijenum og ættaróðulum og eitt-
hvað ámóta flatarmál frá kirkjujörðum muni mega nota
til þess að skapa sjálfstæðar smajarðir.
Samkvæmt þriðju lögunum frá 4. október 1919 ,Um
skilyiðin fyrir sölu opinberra jarðeigna“, er sjeð fyrir
því, að alt gróðabrask einstákra manna með landspild-
urnar er álveg híndrað.
Lögin skipa svo fyrir, að allri opinberri jarðeign
skuli jafnaðarlega skifta í sundur þannig, að þar
megi á hverri spildu reisa sveitabúskap, sem fullnægi
til afkomu fyrir eitt heimili, með eigin vinnukrafti þess.
Kaupandi greiðir ekkert andvirði út í hönd, en á að
greiða vöxtu af landverðinu, sem ákveðnir eru eftir