Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 85
BtiNAÐARRIT
299
Meðalkýrnyt til forna. Margar ágiskanir hafa veriö
um það, hversu mikið kýr hafi mjólkað til forna. Það
hefir ýmsum þótt líklegt, að kýr hafi mjólkað að meðal-
tali um alt land 11—1200 potta á ári. Þessu til styrktar
hefir Páll Zóphóníasson bent á sögnina um stórbúnað
Lofts ríka á Móðruvöllum. Sagan segir, að hann hafi átt
100 kýr á búi, er mjólkuðu til jafnaðar hver kýr 3 pt.
á dag alt árið, eða til jafnaðar 15 fjórðungs-fötur í hvert
mál. Þetta gerir yfir árið samtals 1095 pt. En Páll
Zóphóníasson tók það eigi með í reikninginn, að hver
mældur fjórðungur eða pottur var þá V’ minni en nú
er mælt.
Ef þessi 100 kúa saga væri sönn, sem mjög er vafa-
samt, hefir meðalársnyt Möðruvalla-kúnna verið aðeins
938 pt. eða 906 lítrar.
En þessi saga minnir á aðra eldri sögu um 100 kýr
á Möðruvöllum á búi Guðmundar ríka. Þetta er í raun-
inni alt sama sagan, sem enginn sögulegur fótur er
fyrir. Hafi Loftur ríki Guttormsson átt 100 kýr, þá hafa
þær verið á mörgum jörðum hans í Eyjafirði eða í
fóðrum frá Möðruvöllum að vetrinum. Hafl Loftur fengið
um 900 potta af mjólk úr hverri kú yfir árið að meðal-
tali, hefir hann látið gefa þeim öllum til nytjar, en eigi
það fóðurmagn, sem Búalög telja hæfilegt kýrfóður.
En það má fara nokkuð nærri um mjólkurhæð kúnna
til forna með því að athuga, hve mikið smjör og skyr
var þá talið að fengist eftir meðalkú, og á ýmsan annan
hátt. — Það eru til þrír dómar frá 15. og 16. öld, sem
dæmdir voru um afurðir gjaldgengra meðalkúa. Dómar
þessir eru dæmdir af 5 bændum eða búmönnum, með
biskupi Ólafi Rögnvaldssyni (1473) og Jóni Jónssyni
sýslumanni (1544) og Finnboga Jónssyni lögmanni (1573)
í broddi þeirrar fylkingar eða sem oddvitum dómsins.
Þeir dæma nálega allir hið sama, sem sje, að 4 smjör-
fjórðungar og 1 tunna af skyri skuli teljast tveir þriðj-