Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 8
222
BTJNAÐARRIT
t. d. að 16 naut eða uxar, sem Ólafur pá átti, hafl
gengið úti í Breiðafjarðardölum fellisvetur einn og komið
sjálfir heim að Hjarðarholti um vorið1). Þá voru mikiir
skógar í Dölunum og víða er þar skjólasamt. Oft hafa
jarðbönn og fjárfellir verið í einum hreppi, en í öðrum
í sömu sýslu næg beit og betra veðurfar. Saga þessi er
því ekki ótrúleg.
Mjer finst margt benda á, að geldneytin í fornöld hafi
verið yfirleitt fleiri en kýrnar. Fyrir þeim þurfti oft litið
að hafa. Þau gengu mjög úti á vetrum, nema í jaið-
leysum, og voru svo rekin á fjöll eða afrjetti á vorin.
Með lögum var mönnum bannað að hafa þau i heima-
högum2 3).
Það mun lengi hafa viðgengist, að mylkar kýr og
ásauðir væri færri á búum manna en geldneyti og geld-
fjenaður. Landshagir og veðráttufar á íslandi benti
mönnum snemma á þetta búskaparlag. Svo virðist sem
kýrnar hafi víða verið hafðar margar, fleiri en jarðirnar
í raun og veru báru, til þess að geta átt mörg geld-
neyti fremur en til þess að fá mjólk úr þeim. Margt,
sem hjer verður síðar minst á, bendir á þetta. Þótt
uxarnir væri illa framgengnir á vorin eftir harða vetur,
voru þeir spikfeitir á haustin og miklir í bú að leggja.
Það kemur nokkrum sinnum fyrir í fornsögunum,
sem ábyggilegastar eru, að minst er á geldneyti eða
uxi. Þau ummæli benda á mikinn geldneytisfjölda á
nokkrum bæjum. Skallagrímur ljet eitt sinn reka heim
mörg naut (uxa) til slátrunar8). Þórólfur bægifótur var
eigi auðmaður, þó átti hann að minsta kosti 12 uxa á
fjalli, sje það satt, sem sagt er í Eyrbyggju um við-
skifti hans og Arnkels goða4). Þorsteinn Egilsson á Borg
ljet eitt sinn slátra 3 nautum í senn að vorlagi í nesti
1) Laxdæla, 40. kap.
2) Jónsbók, Akureyri 155.
3) Egilesaga, 38. kap.
4) Eyrbyggja, 30 kap.