Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 111
BÚNAÐARRIT
325
Miklar líkur eru taldar fyrir því, að þessum reglum
verði mjög bráðlega breytt, og þá er það eDginn vafi,
að skerpt verða ákvæði um það, að kýrin sje, og hafi
um lengri tíma verið í eftirlitsfjelagi, og að vissa sje
fyrir ættinni, og þá líklega, áður en langt líður, sett
ákvæði um hámarksnyt mæðra og amma, líkt og nú er
með sjálfa kúna (175 kg. smjör).
Ættbækurnar eru nauðsynlegur grunnur, til að geta
bygt val kynbótaskepna á. Með þeim má fá sterkar líkur
íyrir hvernig þetta eða hitt undaneldis-dýrið muni reyn-
ast, og á þeim líkum hafa Danir bygt nú lengi. Þess
vegna hafa þeir oft hitt naut, sem hafa reynst vel, eins
og t. d. Kristoffer-nautin, sem nú eru að kalla má notuð
eingöngu á Fjóni og til helminga á Sjálandi.
Samkeppni milli kúabúa var áður einn liðurinn til
þess að fa ábyggilega vissu um aiðsemi kúnna. Um eins
eða tveggja ára skeið var þá haft opinbert eftirlit með
þeim kúabúum, sem vildu taka þátt i samkeppninni.
Aðstoðarmaður frá því sambandi, sem fyrir samkeppn-
inni stóð, vigtaði mjólk og fóður, bæði fyrir hverja ein-
staka kú á bænum og heildina. Það opinbera styrkti
þessa kúabúa-samkeppni með alt að 25,000 kr. a ári,
en 1923 var sá styrkur af sparnaðar-ástæðum látinn
íalla niður í bili.
Þessi kúabúa-samkeppni varð bæði til þess, að margt
varð Ijósara en áður um meðferð og hirðiDgu, og hvað
•best mætti fara í þeim efnum, og svo sást þá hvar
arðsömustu kúabúin voru. eD þar votu oft bestu kýrnar.
Afkvœma-rannsóknir. Á skrifstofum sambanda eftir-
litsfjelaganna er nú hin siðari ár gert mikið að því, að
rannsaka afkvæmi nautanna, og bera þau saman víð
mæður sínar. Allar kýr, sem eru undan sama nauti,
eru rannsakaðar saman, það er aðgætt hvað hver ein-
stök hefir mjólkað, og það borið saman við hvað móðir
hennar hefir mjólkað á tilsvarandi tíma. Þetta er gert
á þann hátt, að á lausum blöðum — spjöldum — er