Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 76
£90
BÖNAÐARRIT
nokkuð um þetta og fundið orsökina. Heyið í málfaðm-
inum var mismunandi mikið, eftir því hve það hafði
sigið. Þetta fór eftir veðráttu. 1 þurkátíð var taðan græn
og óhrakin, en ef hún velktist var hún bliknuð og meira
sigin. fá fengust 28 vættir úr faðminum, en aðeins 24
vættir af grænni töðu, minna samanþjappaðri. Hið al-
gengasta var, eins og enn viðgengst, að taðan bliknaði,
svo að heyið þjappaðist mjög saman. En þá kemur
verðið. Það var jafnmikið. Græna taðan óvelkta eða
óbliknaða þótti þeim mun meira virði til fóðurs sem
hún var minni eða Ijettari, leyst upp úr málfaðminum.
Annað atriði í Búalögum um heymálið hnutu þeir við
sjera Arnljótur Ólafsson og dr. Þorvaldur Thoroddsen.
Það var hið svonefnda mælihlass. Þeir hafa jafnvel hald-
ið, einkum sjera Arnljótur, að málfaðmur og mælihlass
hafi verið eitt og hið sama. En þetta er sitthvað. Mál-
faðmur af heyi var 31/* alin á hvern veg en mælihlassið
4 álnir á hvern veg. Þetta voru forn-islenskar álnir. Úr
hverju mælihlassi áttu að bindast 36 vættir af töðu (9
málbandshestar). Mælihlassið var 512 forn-íslensk ten.fet,
en málfaðmurinn 343 ten.fet. Heyið í málfaðminum
kostaði 120 álnir en í mælihlassi 3 merkur. Það eru
144 álnir. Hver alin á landsvísu samsvaraði hjer um bil
83 auium í byrjun 20. aldar.
fað er gert ráð fyrir í sumum Búalögum, að eigi
bindist meira úr mælihlassi en 33 vættir. Það fór eftir
sömu ástæðum eða reglum um heymagnið í því og
málfaðminum. Málfaðmurinn, 3V2 forn-ísl. alin, var með-
almanns faðmur. En mælihlassið. 4 forn-ísl. álnir, mið-
aðist við faðm stærstu manna. Og enn í dag er faðm-
urinn 3 danskar álnir, miðaður við faðmslengd hæstu
manna. Á 17. öld voru sumir farnir að gefa kúm betur
en áður hafði tíðkast, einkum í harðindahjeruðum, þá
töldu menn mælihlassið gildara kýrfóður en málfaðminn,
eða með öðrum orðum: þeir lengdu málfaðminn, mið-
uðu við faðmlengd gildasta manns, en ekki meðal manns.