Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 134
348
BtfNAÐARftlT
rúmlega l1/* ha. Við jarðarbætur þessar notaði Einar
síðari árin plóg og herfi. Útgræðsluna græddi hann og
gerði að túni með rótgræðslu.
Tún, engjar og kálgarða hefir hann girt. Eru allar
girðingarnar um 6200 metr. á lengd.
Áburðarhirðing í góðu lagi, haugstæðið flórað og hlaðið
í kringum — og for.
Skurðir til áveitu og þurkunar eru um 5650 metr. á
lengd eða nálægt 4680 m8. Flóðgarðar um 4000 m. á
lengd eða um 1008 ms.
Um túnasljetturnar er það tekið fram, að þær sjeu
sjerstaklega vel unnar. Mestur hluti útgræðslunnar var
áður blaut mýri og forardælir, er fyltar hafa verið upp
með mold o. fl. — Jarðarbætur hans nema um 2400
dagsverkum.
íbúðarhús úr timbri bygði hann, járnvarið og með
kjallara undir því öllu. Kostaði það um 2400 kr.
Fjós steinsteypt fyrir 16 grjpi. Er það rúmgott og
bjart, og vel frá því gengið. Öll önnur peningshús hefir
hann og bygt upp. Einnig hlöður, allar járnvarðar, er
taka samtals um 1400 hesta. — Vatnsleiðslu í bæinn
og fjósið, vatnið leitt úr brunni og dælt inn í húsin.
Einar hefir verið forgöngumaður ýmsra þarflegra fyrir-
tækja þar í sveitinni. Hann stofnaði hrossaræktarfjelag
1904, og hefir verið alla tíð formaður þess. Hann kom
því til leiðar um aldamótin siðustu, að ráðist var þar í
framræslu í stórum stíl, er gert hefir ómetanlegt gagn.
En þegar henni var lokið að mestu, fjekk hann sveit-
unga sína til að ráðast í áveitufyrirtæki, og hafa um
30 búendur þar, meira og minna, not af áveitunni.
Fóru í hana um 3000 dagsverk, og er hún talin að
hafa kostað nálægt 10 000 kr.
Einar hefir gegnt ýmsum opinberum trúnaðarstörfum.
Hann sat í hreppsnefnd í 16 ár, þar af var hann í 9
ár oddviti, og sýslunefndarmaður í 19 ár. Deildarstjóri
Stokkseyrarfjelagsins (pöntunarfjel.) var hann í 20 ár.