Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 34
248
BtfNAÐARBJT
peningur, sem heima er talinn á stólnum þetta eður
hitt árið, hafl verið þar á vetrarfóðrum. Vitanlega er
allur sá búpeningur heima, sem kallaður er „heima á
staðnum“, þegar búskýrslan er samin, en það er í far-
dögum ár hvert. Þá var alt búfje komið heim úr eldum,
sem átti að vera heima á staðnum að sumrinu eða í
heima-afrjettum.
Árið 1396 átti Hólastaður 523 kúgildi í búfjenaði
heima og á útibúunum auk 60 kálfa. En samtals átti
hann 1079 kúgildi á öllum stólsjörðunum, auk 180
hrossa, sem voru þá heima og á útibúunum1). Öll kú-
gildi stólsins heima og annarstaðar voru þetta ár sam-
tals 1602. Það var mestalt málnytukúgildi. Á 15. öld-
inni átti stóllinn miklu fleiri málnytukúgildi, sem siðar
mun sýnt.
Máldagar lrlaustranna írá 14. öld.
Frá þessari öld eru til máldagar frá aðeins 4 klaustr-
um. Dálitið verður vitað um Munkaþverárklaustur 1318
og Kirkjubæjarklaustur 1397, en það er slitrótt og gefur
litla hugmynd um búfjáreign þeirra. Þess vegna set jeg
það ekki í töfluna, sem kemur hjer á eftir.
Taflan þarf viðbót og nokkrar skýringar. í mál-
daga Þykkvabæjarklausturs er sagt, að klaustrið eigi
43 kýr heima og með útlöndum. Þetta ár átti klaustrið
fóðurskyldur á ýmsum jörðum handa samtals 14 kúm,
12 geldneytum veturgömlum, 6 hrossum og 5 lömbum.
Þessi ítök eða skyldur hvíldu á jörðum, sem klaustrið
ekki átti. Af einu býli fjekk klaustrið 20 málbandshesta
eða 80 vættir af töðu heimflutt, hver hestburður 276
pd.2 3) en forn vætt var aðeins 69,12 pd. dönsk. Á þess
ari aðfengnu töðu gat klaustrið alið nálega 3 kýr, sem
ekki var „geflð til nytjar"8).
1) Fornbrjefasafn III, 614.
2) Fornbrjefasafn II, 738—40.
3) Búalög (Rvik 1915), 146.