Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 72
286
BÍJNAÐARRIT
vegna set jeg hjer til samanburðar hlutföllin milli bú-
fjártegundanna á 18., 19. og 20. öldinni.
Taflan á bls. 284 sýnir hlutfallið milli mylkra kúa og
ásauða á allmörgum kirkjustöðum á 5 öldum, dregið
saman úr máldagaskýrslum þeirra hjer að framan. Geld-
neyti og geldfje er eigi tekið með, því að kirkjurnar
áttu venjulega tiltölulega fátt af þeim peningi, og hlut-
föllin þar ekkert í líkingu við það, sem alment hefir
verið hjá bændum. Hjá mörgum kirkjum er líka geldfje
og geldneyti talið aðeins í kúgildum.
Almenn bú, jafnvel á stórjörðum, voru ekki sjerlega
stór á fyrri öldum. fín mesta undrun vekur það hve
sum útibúin frá stólunum og klaustrum voru smávaxin
og það á bestu jörðum. Annað hvort hafa þessi bú ver-
ið rekin með minni dugnaði og forsjá, en einstakra
manna bú á viðlíka stórum jörðum í sama hjeraði, eða
bústjórarnir hafa sjálfir átt nokkurn búpening á jörðun-
um. Það er einkum á tveim útibúum frá Munkaþverár-
klaustri, Illugastöðum og Ærlæk, sem ótrúlegt er að
eigi hafi mátt hafa fleiri búpening en þar var 1525.
Aftur á móti virðist full áhöfn á flestum útibúunum frá
Hólum. Jeg hygg, að af búfjártölunni á þeim á 16. öld
megi nokkuð sjá hve mikil búfjáráhöfn hefir almennust,
verið á viðlíka stórum bændabúum.
‘V. Fóður og afuröir búpenings
til forna.
Menn hafa undrast yfir nautgripafjöldanum á stór-
heimilum til forna og getið þess til, að túnin hafi þá
verið miklu stærri en þau nú eru og miklu betur hirt.
Ennfremur hafa menn giskað á, eða jafnvel talið víst,
að þá hafi geldneytum öllum verið beitt út á vetrum
gæftrarlaust, en ekkert af þessu hefir við nokkur rök að
styðjast, Þegar einstök dæmi eða tilfelli eru undanskilin.
Þetta verður mönnum skiljanlegt, þegar eftirfarandi þætt-