Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 135
btJnaðarrit
349
80. Páll Sigurðsson, bóndi í Þgkkvabœ í Landbroti
í V.-Skaftafellssýslu. Hann hefir sljettaö í túninu 2,4 ha.,
þar af er sáðsljetta og rótgræðsla 1 ha. Auk þess hefir
hann grætt upp með færikvíum og teðslu 1,8 ha. Tún-
bæturnar og túnaukningin nema þá 4,2 ha. alls. Töðu-
aflinn hefir meir en tvöfaldast.
Áburðarhús steinsteypt um 40 ms, einnig for, og auk
þess hús til að geyma í efni (tnold o. fl.) saman við
áburðinn.
Girðingar um tún, nátthaga og sáðreiti, eru 4950 metr.
á lengd; engjagirðingin um 3480 metr. Samtals eru þá
allar girðingarnar 8430 metr. á lengd. Þessar girðingar
eru ýmist þrí til fjór þættar vírgirðingar, með undir-
hleðslu, eða torfgarðar með 1 vírstreng og vörsluskurðir.
Páll hefir í fjelagi og samvinnu við Helga heit. Þór-
arinsson1), sem var sambýlismaður hans um allmörg ár,
gert miklar engjabætur. í hlut Páls koma 2626 metr.
af skurðum til áveitu og þurkunar, sem eru 5688
ten.metr. Stíflur og flóðgarðar 2315 metr. eða 3577 ms.
Hafa þessar engjabætur gert mikið gagn. — Þegar Páll
kom að Þykkvabæ fjekk hann 60 hesta af því landi, er
nú gefur af sjer um 500—600 hesta. — Kálgarðar eru
um 1900 fermetr.
Allar þessar jarðabætur Páls nema 2478 dagsverkum.
Hús öll hefir hann bygt upp á jörðinni. Þar á meðal
er timburhús, og baðstofa áföst við það. Seinna, árið
1917, bygði hann steinsteypt íbúðarhús. Peningshús öll
nýlega bygð, og hlöður, er taka samtals 950 hesta. Eru
þær járnvarðar og sömuleiðis flest peningshúsin.
1) Sjá Búnaðarritið 26. árg., bls. 37—38. Helgi fjekk verðlaun
úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. árið 1907, og er 65.
maður er fær verðlaun úr þessum sjóði.