Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 79
BÚNAÐARRIT
293
átti hey handa öllum hrossum til sumarmála (6.—16.
apríl) handa sauðfje til fardaga (24.—30. maí), og kúm
til alþingis (11.—18. júní1).
Með þessum ákvæðum er bændum gefin góð bending,
hvernig þeir eigi að setja á hey sín, að ætla öllum bú-
fjenaði fóður og búast við vorharðindum.
Margt í Búalögum, sem flest eru upphaflega frá 14.
og 15. öld, eru einskonar reglur fyrir bændur um hey-
ásetning og fóðrun búpenings. Þau sýna búskaparlagið
á þeim öldum og þær fylstu kröfur, sem geiðar voru
til bænda í búpeningsræktinni. Margir bændur hafa ef-
laust farið eftir þeim og haft þau sem leiðarvísi í bú-
skapnum. Þau voru aðalbúvísindin í landinu fram á 18.
öld og af mörgum talin nálega óskeikul sannindi. En
trúin a þau í blindni lagði hömlur á framtak bænda og
nýbreytni i búnaði að ýmsu leyti. Búalög ákveða t. d.
hve mikið fóður þarf handa hverri búfjártegund, en þó
svo naumt að það mátti sultarfóður kallast og leiddi
til vanþrifa eða jafnvel hordauða ef eitthvað verulega bar
út af um árferðið.
Samkvæmt ýmsum Búalögum (þau eru mörg, en flest
hver öðrum lík), var hverri kú ætlaður málfaðmur af
töðu eð nytgæfu heyi = kýrgæfu til vetrareldis. Á sama
fóðurmagni (— þó útheyi) var talið hæfilegt aö ala 7
ásauði eða 10 lömb2). Önnur Búalög líklega til orðin í
útbeitarhjeruðum, ætla 10 ásauði og 12 lömb á kýr-
fóðrið3). Bændum er gefin bending í Búalögum að setja
á hey sín í garði, þegar liður á vetur, með því að mæla
þau í álnum eða föðmum. í miðgóu er 2 kúm ætlað
að vera um málfaðm af töðu, 3 kúm með einmánuði
4 með sumri og 12 í faidögum til alþingis4). Önnur
1) Jónsbók, Akureyri, 122.
2) Búalög, Rvík, 146.
3) Búalög, Rvík. 6.
4) Búalög, Rvík, 6.