Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 151
BÚNAÐARRIT
365
hreppi) 1898. — Hann hefir sljettað í túninu um 3 ha.,
og aukið það um rúman hálfan ha. — Girðingar á jörð-
inni nema 4320 metr. eða 4Vs km. — For og salerni
hefir hann gert. — Allar jarðabætur hans nema um
2000 dagsverkum.
Töðuaflinn hefir aukist um nálega helming. Engjarnar
hefir hann einnig bætt mikið.
Öll hús á jörðinni hefir Hannes endurbygt, þar á meðal
íbúðarhús úr timbri, járnvarið, fjós, heyhlöður o. s. frv.
Hannes og þau hjón hafa átt 14 börn, og lifa 12 þeirra.
Það segir ekki lítið að koma upp slíkum barnahóp. Og
vel sje þeim, er færir landi voru slíkar gjafir.
Ár iö 19Í23.1)
97. FriÖrik Sæmundsson, bóndi í Efri-HÖlum í
Núpasveit í N.-Þingeyjarsýslu. Hann kom að jörðinni
árið 1903, og var hún þá mjög Ijelegt heiðarkot, en
hann efnalítill einyrkji. En hann tók fljótt að gera jarða-
bætur, sljetta túnið, sem bæði var þýft og grýtt, lok-
ræsa það á pörtum, auka við það og girða. Túnaukinn
var áður ófrjór lyngmói. 1 túninu hefir hann sljettað
um 2^2 ha. og útgræðslan eða túnaukinn nemur öðru
eins. Túnið alt er nú um 6 ha. að stærð og gefur af
sjer í meðalári um 250 hesta. — Engjar hefir hann
einnig bætt, gert í þær 660 metr. langan skurð, er
nam 150 dagsverkum. Áburðarhirðing er í besta lagi,
og for hefir hann gert.
Öll hús hefir Friðrik bygt upp, þar á meðal góðan
bæ, hlöður, og er ein þeirra steinsteypt. Alt er það
myndarlega gert. Enda segir Halldór prófastur Bjarna-
]) Dmsækjendur þetta ár voru 7: 1 úr Rangárvallasýslu, 1
úr Árnessýslu, 1 úr Kjósarsýslu, 1 úr Borgarfjarðarsýslu, 1 úr
Húnavatnssýslu, 1 úr N.-Þíngeyjarsýslu og 1 úr S.-Múlasýslu.