Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 9
BÚNAÐARRIT
223
handa Agli föíur sínum til Alþiugis1). Vitanlega hafa
margir verið um þetta nesti. Bendir þetta þó á, að á
Borg hafi þá verið margir uxar og ekki sármargir und-
an vetrinum.
Höfðingjar gáfu oft vinum sínum gamla uxa eða naut,
engu síður en falleg stóðhross. Þeir sem gáfu þessar
gjafir, eitt naut eða fleiri, hafa eflaust átt af miklu að
taka. Bestir þóttu uxarnir, þegar þeir voru 7—9 vetra
gamlir eða eldri. Sumir áttu jafnvel 13 vetra gamla
uxa. Otkell gaf Runólfi goða í Dal uxa 9 vetra gamlan*),
þótt fjefastur væri. Þessi siður, að gefa uxa í vináttu-
skyni, hjelst lengi við í landinu.
Á 13. öld gaf t. d. Skeggi í Viðvík Þorgilsi skarða 9
vetra gamlan uxa til vinfengis3).
Mætti mörg fleiri dæmi benda á.
I. Á tólftu. og þrettándn öld.
Elstn máldagar. Frá 12. öld, einkum síðari hluta
hennar, eru til nokkrir máldagar yfir kirkjueignir á
íslandi.
Meðal annars er þess getið í þeim, hve mikið búfje
kirkjurnar eiga. Þeir eru fyrstu ábyggilegu himildirnar,
sem til eru um búpeningseign landsmanna, það sem
þeir ná. Fyrsti og elsti máldaginn er um eignir. Staf-
holtskirkju í Borgarfirði um 1140. En auk hans eru til
25 eða 26 máldagar um aðrar kirkjueignir í ýmsum
hjeruðum landsins frá síðari hluta aldarinnar.
Jeg tek hjer upp nokkur atriði úr þessum elsta og
merkilega máldaga, því að hann gefur manni góða
hugmynd um hvernig kirkjurnar komast fyrst í álnir,
og hann bregður um leið nokkurri birtu yfir aldarand-
ann á vissu sviði:
1) Egilssaga, 81. kap.
2) Njálssaga, B2. kap.
3) Sturlunga, IV., 74.