Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 140
354
BÚNAÐARRIT
á Hvoli í Mýrdal 1895, og bjó þar í 12 ár. Þar sljett-
aðí hann, græddi út og gerði aö túni 2.73 ha. Giiðingar
um tún, engjar og kálgarða eru 2750 metr. langar.
Siðreitir eða kálgarðar rúmur 1 ha. — Hann gerði þar
áburðarhús og tvær forir, aðra steinsteypta. Einnig bætti
hann engjarnar með áveitu. Skurðir til áveitu og þurk-
unar nema rúmum 800 ms og flóðgarðar 440 m8.
Ennfremur bygði Guðmundur þar upp öll hús, íbúðar-
hús úr timbri, járnvarið, geymsluhús, smiðju, fjós stein-
steypt, fyrir 12 kýr, fjárhús fyrir 400 fjár, 5 hesthús
fyrir 30 hross, og hlöður, er taka samtals um 1000 hesta.
— Jarðabætur og húsabætur þessar eru mjög myndar-
legar og vel af hendi leystar.
Frá Hvoli flutti Guðmundur að Stóra-Hofi á Rangár-
völlum. í þau 7 ár, sem hann heflr búið þar, heflr hann
sljettað í túninu 4,8 ha., ræktað upp utan túns með
fræsáningu og rótgræðslu 3 ha. Túnbæturnar nema þá
samtals 7,8 ha. Kálgarðar búnir til eru um V2 ha. —
Þá heflr hann einnig gert þar áburðarhús steinsteypt,
B6 m8, og tvær forir steinsteyptar, og eru þær báðar
18,24 m3.
Girðingar um tún, nýrækt og sáðreiti, eru um 6,4 km.
Er það ýmist gaddavirsgirðing með 4—5 strengjum, eða
garðar úr grjóti og torfl, með gaddavírsstrengjum ofan á.
Engjabætur eru skurðir til áveitu 580 m8, og flóð-
garðar, er nema 760 m8.
Jarðabætur Guðmundar eru taldar — á Hvoli 1200
■dagsverk, Stóra-Hofl 2780 dagsverk — samtals 3980
dagsverk. Og eru jarðabætur þessar prýðisvel gerðar.
Notaði hann fyrstur manna plóg og herfl.
Á Stóra-Hofi heflr Guðmundur einnig gert miklar
húsabætur. íbúðarhús úr timbri, járnvarið, með stein-
steyptum kjallara, skemmu, smiðju og skúr til geymslu.
Af peningshúsum má nefna: fjós fyrir 16 nautgripi, með
steinlímdum grjótveggjum, járnvarin hesthús, er taka
til samans 40 hross, fjárhús, er taka 400 fjár, og hlöður.