Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 55
JBÚNAÐ ARftlT
269
haustið 1547 hefir förgunin verið á staðnum og öllum
búunum (6): 36 kýr, 60 geldueyti og 205 geldfjár. En
sett á fóður á staðnum og búunum 74 kýr, 22 geld-
neyti, 893 ásauðir, 513 geldfjár og 225 hross, eldri og
yngri. En í fóðrum var þá 96 kýr, 419 geldneyti og
534 iömb. En á leigu átti stóllinn í öllum umboðum
791 málnytukúgildi. Drepist hafði frá nýári 1548 til
vordaga 5 kýr, 96 ásauður, 52 geldfjár og 20 hross.
Þegar fjenaður allur var kominn heim úr eldum og
landskuldagripir, vorið 1548, telur ráðsmaðurinn þennan
búpening á stólnum og búunum: 247 kýr, 463 geldneyti,
980 ásauði, 650 geldfjár (gemlingar líklega ekki taldir) og
247 hross. En látið var þá aftur af þessum heimatalda
peningi í fóður eða byggingu: 56 kýr, 45 geldneyti, 89
geldfjár og 21 hross. Sumarvanhöldin (1547) voru þessi:
2 kýr, 19 geldneyti, 21 ásauður, 39 geldfjár og 9 hross1).
Árið 1556 átti stóllinn 125 geldneyti í fóðrum hjá bænd-
um, en heima og á útibúum 326 geldneyti2 3).
Sjera Jón Halldórsson i Hítardal segir, að í Skálholti
hafi verið 466 naut árið 15898). Eigi verður vitað, hvort
nautin voru öll heima á staðnum eða í fóðrum á stað-
arbúunum, sem líklegast er.
Það verður heldur eiei vitað, hve margar kýr hafa ver-
ið að jafnaði heima í Skálholti að vetrinum. Árið 1704
voru þar á fóðrum 24 kýr, 1 naut, 140 ásauðir, 10
gamlir sauðir og 18 hross. Auk þess átti staðurinn mik-
inn fjenað í fóðrum. Þá er talið að í Skálholti heyist í
meðalári 40 kýrfóður af öllum heyjum4). En 63 árum
síðar (1767) virðist svo, að hæfilegt hafi þótt að hafa þar
á vetrarfóðrum: 15 kýr, 120 ásauði með lömbum, 24
1) Fornbrjefasafn XI, n84—91.
2) Árbækur Espolíns IV, 114.
3) Biskupasögur I, 3.
4) Jarðamat Á. M. II, 290.