Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 28
BtJNAÖARRIT
249
áttu 15—22 kýr. Af ásauðum áttu nítján kirkjur færri
en 12; sjö áttu 13—30 og tvær áttu milli 61—110.
Auðugustu kirkjurnar voru venjulega á bestu jörðun-
um í hverju hjeraði. Á þeim sátu oftast dugandi menn,
prestar eða stórbændur, er fengið höfðu mikið fje að
erfðum. Á kirkjustöðunum var yflrleitt best búið og
mestur búfjenaður hafður, þótt kirkjurnar ættu oft minst
af honum. En búfjárríkustu staðirnir áttu svo mikinn
fjenað, að litlu var hægt við að bæta á jörðina.
Kirkjuhaldarinn bar fulla ábyrgð á öllum búfjenaði
staðarins, sem kirkjan átti. Hann varð að skila honum
í sæmilegu standi, þegar hann fór frá staðnum, og eins
öllum kúgildum kirkjunnar eða búfje á leigustöðum1 2).
Þeir sem höfðu málnytupening á leigu, hvort sem
það var frá kirkjum eða auðbændum, voru lögum
samkvæmt skyidir að borga hann að fullu, ef hann
fjell af fóðurskorti eða annari vanhirðu. Þó kom það oft
fyrir að kirkjurnar og einstakir menn töpuðu málnytu-
pening á leigustöðum. Máldagar sumra kirkna frá ýmsum
tímum benda líka á þetta. Á 12. og 13. öld átti t. d.
Reykholtskirkja 20 kýr og 150 ásauði. — Þessi búpen-
ingur minkai á 15. og 16. öld. Árið 1503 átti hún 11
kýr og 84 ær og lítið af öðrum fjenaði*). — Stafholts-
kirkja, sem áður er minst á, átti aðeins 9 kýr og 18
ásauði á 14. öld. En hún nær sjer vel á siðari hluta
16. aldar. — Prestbakki á 35 kýr á 12. öld, en aðeins
15 kýr og 6 ásauði á 14. öld o. s. frv.
Pjctursmáldagar. Svo virðist sem búfjáreign kirkn-
anna hafl talsvert aukist þegar leið á 14. öldina, eink-
um á Norðurlandi. Þetta má sjá af máldagasafni Pjeturs
biskup3 Nikulássonar 13943). 1 þessu safni eru máldagar
yfir 80 kirkjur (höfuðkirkjur) í Hólabiskupsdæmi. Hjá
1) Fornbrjefasafn VII, 725—26.
2) Forubrjefasafn VII, 667.
3) Fornbrjefasafn III, 508—590.