Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 83
BtJNAÐARRIT
297
Ólafsmessu (3. ágúst) og beita annað málið yfir á
„Sviðning*1).
Þetta voru harðir kostir, auðsjáanlega til þess, að
Bakkafjeð gengi eigi í Helgafellslandi, því að nokkuð af
beitarlandi mun hafa verið sameiginlegt.
Af ýmsum máldögum má sjá, hve sumir kirkjustað-
irnir áttu mikil beitarítök í ýmsum bændajörðum. Sjaldan
eða aldrei áttu þó kirkjurnar svo mikinn búpening á
þessum kirkjustöðum, að þær þyrftu á svo miklu beiti-
landi að halda fyrir sinn búpening. En það voru stór
•hlunnindi fyrir prestinn eða bóndann, sem hjelt staðinn,
að kirkjan ætti sem mest ítök í öðrum jörðum til
beitar o. s. frv. Gátu þeir því margir haft meiri áhöfn
á staðnum en hann ella gat borið. Benda má á nokkur
dæmi:
Gaulverjabær átti 1397 nautabeit að vetrinum á Lofts-
stöðum, þar til 6 vikur af sumri2). — Reynivellir í Kjós
áttu (1397) tveggja mánaða beit handa öllu sauðfje að
vetrinum í Vindásslandi. Einnig átti staðurinn beit.
handa 40 sauðum í Múlafjalli og skjól fyrir þá í Maríu-
helli, en hrossabeit í Þúfnalandi og á Eyrarlandi. Það
var skylda bóndans í Múla að telja sauðina, sem stað-
urinn átti, eftir hverja stórhríð3).
Þessi ummæli benda á, að þessum sauðum hefir eigi
verið ætlað hey, en hellirinn var þeirra húsaskjól. Þá
var þar skógur og beitiland gott.
Þetta var á annan veg á Ökrum í Blönduhlíð, 1382
og 1600. fetaðurinn át.ti beit í Gegnishólum handa 120
gömlum sauðum. Sjerstakur fjármaður fylgdi þeim og
hirti þá, og var kvenmaður með honum, sem matreiddi
handa honum og þjónaði. Bóndinn á Gegnishólum ljet
þau hafa herbergi og eldivið. En þar var einnig hús
1) Fornbrjefasafn I, B77.
2) Fornbrjefasafn IV, 57—B8.
3) Fornbrjefasafn IV, 117.
20