Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 95
BÚNAÐARRIT
309
um fyrir góðu þarfanauti handa kúm sínum. Þau eru
í hverri sveit, en sumstaðar eru þau sameinuð búnað-
arfjelaginu og sumstaðar hreppsfjelaginu, en þó undar-
legt megi virðast, þá eru þau hvergi sameinuð eftirlits-
fjelögunum. Oftast á fjelagið nautið, en hitt er líka til,
að það taki nautið á leigu, eða semji við einstaka menn
um að fá að nota hans naut. Nautafjelögin fá styrk,
bæði til að kaupa naut, og til að fóðra það, eða halda
árlangt. Styrkurinn til nautakaupa er alt að hálfu kaup-
verði nautsins, þó ekki yfir 400 kr. í stað. Hann er
bundinn þeim tveim skilyrðum, að nautið sje viðurkent
nothæft af ráðunaut, og að nautið sje notað eins lengi
til undaneldis í fjelaginu og ráðunauturinn telur gerlegt.
í framkvæmdinni verður þetta víðast svo, að ríkisráðu-
nauturinn, sem hefir ákvörðunarrjett um þetta, fer eftir
tillögum viðkomandi hjeraðs- eða fylkisráðunauts, að svo
miklu leyti, sem hann ekki af skýrslum og ættbókum
getur áveðið sig.
Þó sagt sje að fjelögin fái styrk til nautakaupa, þá
er það ekki beinn styrkur, heldur væri rjettara að kalla
það lán. Þegar nautinu, sem fjelagið hefir fengið styrk
til að kaupa, er lógað, þá á fjelagið að borga til ríkis-
sjóðs jafnmikinn hluta af sláturverði nautsins að hundr-
aðstali, og það áður fjekk styik til að kaupa það. En
fái fjelagið sjer þá nýtt naut, þá fær það styrk til að
kaupa það, og hvort hann verður meiri eða minni en
það, sem það á að borga af sláturverði þess er drepið
var, fer eftir hlutfallinu milli kaup- og sláturverðs. í
reyndinni verður þetta víðast svo, að fjelögin þurfa ekk-
ert að borga, heldur fá oft litinn viðbótarstyrk, þegar
þau hafa nautaskifti, því kaupverðið er þá hærra en
sláturverðið.
Vegna tilhlutunar-rjettarins, sem ráðunautarnir fá
með þessum styrk, bæði við vai nautsins og hve lengi
það er notað, er þessi styrkur talinn þarfur af þeim,
en fyrir þennan tilhlutunarrjett, er það líka, að til eru