Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 106
320
BÍJNaÐARRIT
Kítahynlótafjelög hafa það hlutverk að vinna að kyn-
bótum á nautgripunum. Þetta gera þau með því að sjá
fjelagsmöngum fyrir góðum undaneldisnautum, vinna að
því að valdir sjeu góðir lífkálfar, reyna að hafa áhrif á
meðferðina, svo hún standi ekki í vegi fyrir því að ein-
staklingarnir geti notið sín, og sýnt þá möguleika, sem
í þeim búa. Kynbótafjelögin eru í samböndum eins og
eftirlitsfjelögin, og þótt þar sje um aðskilinn fjárhag að
ræða, og oft aðra stjórn, þá er oft sami ráðunautur
fyrir bæði samböndin og sama skrifstofan. Stórum heflr
umbótum í kúaræktinni miðað hraðar, þar sem eftirlits-
fjelögin og kúakynbótafjelögin hafa starfað samhliða,
heldur en þar, sem aðeins annað þeirra heflr starfað.
Þetta heflr nýlega verið rannsakað í sambandi við
umtal það að afnema eða lækka styrki til fjelaganna,
sem nú er á döflnni í Danmöriru.
Niðurstöðurnar ganga alstaðar í sömu átt, sem sje
þá, að þar sem starfað hafa saman eftirlits- og kynbóta-
fjelög, þar hafl orðið veruleg framför, en annarstaðar,
þar sem eftirlitsfjelögin hafa starfað ein, og einstakling-
unum sjálfum ætlað að nota þær upplýsingar sem þau
gefa, til að leiða kynbæturnar að settu marki, hafl það
gengið skrikkjóttara og árangurinn orðin minni.
Sem dæmi er sýni þetta má taka rannsóknina á þessu
á Fjóni.
Þar sem að eftirlitsfjelög hafa starfað með kynbóta-
fjelögum, hafa meðalkýrnar reynst þannig:
Áriö Nyt kg. Feiti •/. Smjðr kg.
1900—01 . . . . . . 3216 3 36 120
1905-06 . . . . . . 3558 3,51 139
1910 — 11 . . . . . . 3769 3,59 151
1915 — 16 . . . . . . 3828 3,81 163
1920—21 . . . . . . 3883 3,80 165
1924—25 . . . . . . 4157 3,93 180