Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 12
10
Hlín
inn. En Jóninnu nægði ekki að láta vinna og vinna. Hún
vildi líka lofa þeim sem vildu og gátu, bæði piltum og
stúlkum, að setjast á skólabekk, og læra að skrifa og
reikna, og stúlkur að sauma utan á sig. — Saumakona var
haldin mikinn hluta ársins, alt var saurnað heima og mest-
alt úr heimaofnu. — Kennari var haldinn flest árin. Hinn
ágæti alþýðufræðari Frímann gamli Frímannsson, kendi
fólkinu ekki einungis í sjerstökum námstímum heldur
einnig með samræðum og lestri góðra bóka.
Jóninna safnaði saman börnum og unglingum úr nálæg-
um sveitum, sem hún fann og vissi að þörf höfðu á
fræðslu og lofaði þeim að njóta kenslu lengri og skemri
tíma. Hún bar móðurlega umhyggju fyrir andlegri og
líkamlegri velferð Skaga- og Nesjamanna. Hún var þeirra
forsjón. —
Margir unglingar, piltar og stúlkur, ólust upp í Höfn-
um í tíð Jóninnu, og öllum kom hún til nokkurs þroska.
Með sínum miklu efnum og brennandi álmga fyrir
menningu fólksins vann hún hreystiverk. Hún hafði sjálf
notið mentunar í æsku og unni bókum og hverskyns
mentun. Ef hún fann hæfileika, vildi hún rækta þá. Það
var hennar ánægja að hjálpa öðrum til frama og mentun-
ar. Það var hennar aðalsmerki.
Eftir að jeg hafði dvalið 2 ár í Höfnum við kenslu og
sauma, studdi Jóninna mig til utanfarar með hagkvæmu
láni. Jeg stend í mikilli þakkarskuld við hana fyrir þessa
hjálp. Tel þessa utanferð á Kennaraskóla í Noregi mikið
lán fyrir mig.
Jóninnu tel jeg hiklaust eina hina bestu og mest Jrrosk-
uðu manneskju, sem jeg bef þekt. Sannleiksást hennar,
fórnfýsi og skyldurækni var dæmafá.
Kona, sem þekti hana vel, skrifar mjer: „Aldrei gat hún
hugsað sjer að fara neinar sniðgötur kringum sannleik-
ann. Sannast sagt, hef jeg aldrei þekt neina manneskju
eins vandaða og sjálfri sjer samkvæma í breytni og hana.“
Jóninna var á undan sínum tíma. Hún unni landi sínu