Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 14
12
Hlín
Hugur minn reikar:-------Þetta eru húsfreyjuefni fram-
tíðarinnar, — arftakar lýðveldisins. — Jeg vil ekkert niðr-
andi hugsa um þessar ungu stúlkur. Hamingjan gefi, að
þær reynist bæði sjálfum sjer og landi sínu vel! — En jeg
get ekki að því gert, að til mótvægis einhverju hálfóþægi-
legu — og til hugsvölunar — kemur rnjer Anna á Fjöllum
í hug. Húsfreyjan, sem árin 1874—1918 bjó á bænum, sem
við erum að fara fram hjá. — Einmitt tímabilið frá því
Danakonungur „gaf Islendingum stjórnarskrá" og þar til
Sambandslögin voru sett, — mikið áreynslutímabil í lífi
sárfátækrar, stjórnfrelsiskertrar þjóðar, sem dreymdi fag-
urlega, svo mannkostir efldust við erfiði, — en dreynrdi Jró
ekki um mörg þau gæði, er hún nýtur nú, þar á meðal
varla um hagræði, nautn og yndi ferðalags í bíl um sum-
arfagrar sveitir og tilkomumiklar heiðar.
„Þetta er auma æfin,“ sagði unga stúlkan í bílnum.
Hvað dreynrir hana?
# # *
Anna á Fjöllum hjet fullu nafni Anna Sigurðardóttir.
Hún var fædd 23. nóv. 1851 að Ingjaldsstöðum í Bárðar-
dal. Faðir hennar var bróðir Onnu móður Klemensar
Jónssonar landritara, en móðir hennar, kona Sigurðar,
lijet Guðrún Erlendsdóttir og var dóttir Önnu, systur
Jóns Sigurðssonar alþingsmanns á Gautlöndum.
Anna frá Ingjaldsstöðum giftist Jóni Jónssyni bónda á
Fjöllum í Kelduhverfi, valinkunnum manni, Jregar hún
var 23 ára gömul, og var upp frá Jrví: Anna á Fjöllum,
sem varð virðingarheiti í heimabyggð og um nærliggjandi
sveitir. — Þau eignuðust 8 börn. Fjögur þeirra eru enn á
lífi: Ólafur bóndi á Fjöllum, Guðrún húsfreyja að Auð-
bjargarstöðum í sömu sveit og Jóna og Brynhildur í Dan-
mörku.
Bærinn Fjöll stendur austan undir Tunguheiði, sem er
í fjallgarði þeim, er aðskilur Tjörnesbyggð og Keldu-
hverfi, og aðgreinir um leið Suður- og Norður-Þingeyj-