Hlín - 01.01.1946, Page 36
34
Hlín
landi. — Skuggar ófriðarins hvíla enn yfir þjóðunum.
Þungar öldur leggja upp að ströndum íslands, og ógna
voru unga, endurheimta lýðveldi, ef ekki er yfir því vak-
að. — Þegar lífsbarattan er í mikilli óvissu, eins og nú, og
flokka- og stjettatogstreitan heldur í tauminn annarsveg-
ar, og upplausn og óregla hinsvegar, verður að taka á við-
fangsefnunum með djörfung og heilum huga. — Hver
einstaklingur þarf að skilja afstöðu sína og skyldur gagn-
vart þjóðfjelaginu. Annars er maður hvorki sjálfum sjer
nógur, nje l'ær um að inna af hendi borgaralega þjón-
ustu. — Við konur þurfum að vakna til fullrar meðvit-
undar um þegnskyldur okkar. Og rísa í stórhug og metn-
aði gegn öllu því, er aflaga fer, og lamar siðferðisþrekið
og stefnir þar með sjálfstæði þjóðarinnar í voða.
Vitur maður sagði nýlega, að ekkert annað geti varð-
veitt þjóðerni okkar og sjálfstæði, en manngildi okkar og
sjálfsvirðing. Hann sagði ennfremur: ,,Svo best varðveit-
ið þið sjálfstæðið, að þið varðveitið friðinn." — Svo mikil
er ábyrgðin, sem hvílir á hverjum einum, ekki síður á
kvenþjóðinni.
Þegar konur tala um framfaramál sín nú, er að mestu
gengið út frá pólitísku sjónarmiði, og aðaláherslan lögð
á að tryggja J^urfi sem best rjettarfarslega stöðu konunn-
ar við hlið karlmanna. — Út í þá sálma skal ekki farið
hjer. — Óþarfi er að skilja orð mín svo, að jeg sje á móti
kvenrjettindum. Jeg óska að vegur kvenna verði sem
mestur og sannastur. — Jeg hef ekki á móti því, að konur
taki þátt í störfum opinberra mála, en að flokkshyggjan
byrgi svo alla útsýn, að konur sjái ekki annað æðra tak-
mark, má ekki ske. — Jeg fæ ekki skilið, að nokkur kona
geti óskað sjer virðulegri og sjálfsagðari stöðu í lífinu, en
að vera húsfreyja og móðir á sínu eigin heimili, er hún
hefur sjálf stofnað, hún ætti ekki að reyna að'smeygja sjer
út úr ]Deim verkahring. — F.f húsmóðurskyldurnar eru
ræktar af hjartans alúð og gleði, hlýtur J)að að hafa Jjá
hugarfarsgöfgi í för með sjer, að konan hefjist sjálfkrafa