Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 38
36
Hlín
miklum og góðum árangri. Og að allar konur landsins,
ungar sem gamlar, taki nú höndum saman. — „Mikið má,
ef vel vill“. — Markmiðið á að verða, að knýja ríkisstjórn-
ina til þess að reka áfengið burt af landinu með lögum,
og finna leið til þess að skattleggja þegnana til ríkisrekst-
ursins á annan heillavænlegri hátt en þann, sem gerir þá
andlega og líkamlega aumingja. — Það er einkum með
tilliti til æskunnar, að konur geta ekki lengur horft á svo
búið. — Unglingarnir eiga bágt nú, þeir fá ekki að lifa
sínu æskulífi í friði, heldur er æskan ofurseld syndum
hinna eldri, er hún elst upp með, allskonar óhollum
nautnum og skrílmensku, og er síst að furða, þó óþrosk-
aðir unglingar láti leiðast. — Standið nú upp, konur, ein
sem allar, með sameinuðum kröftum. Kveðjið til liðs alla
góða krafta: kirkjuna fyrst og fremst, henni ber skyldan
og rjetturinn til þess að bjarga. — Berið kirkjuna inn á
heimilin aftur, þar á hún að vera. Kirkjan var borin út,
þegar heimilisguðræknin var lögð niður. — Ennfremur
þarf að skapast heilbrigður skilningur og samvinna á
milli heimilanna og skólanna og alls æskulýðs. — Æskuna
þarf að vernda, meðan hún er ekki ferðafær út á hið liála
gler mannlífsins. — Hún er eins og viðkvæmur nýgræð-
ingur, er heimilið og skólinn þarf að hlaða skjólgarð um.
Og ekki mega þessir aðilar vanrækja að gefa æskunni
móðurmjólkina, sem er ættjarðarástin og þjóðernisvit-
undin, bestu uppeldismeðölin. — Ættjarðarástin er
vöggugjöf og byrjar snemma að helga sjer hug og hjarta
hinna ungu. Hún er innilegt samband milli fósturjarðar-
innar og barna hennar. Þessvegna þarf fósturjörðin sjálf
að fá að ala upp landsins börn. — Fósturjörðin, og hún
ein, getur tendrað þann eld viljakarfts og sjálfstæðis í
brjóstum hinna fullorðnu, svo ein kynslóðin geti eftirlát-
ið annari traustan arf. — Svo hefur það reynst ávalt. —
Gleymum aldrei hve mikið við eigum forfeðrum okkar
og mæðrum að þakka, fyrir hinn dýra arf er okkur var
eftirskilinn. Fyrir hinn mikla manndóm og hetjudáð, er