Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 39
Hlín 37
varðað hefur leiðina, alla tíð, niður aldirnar til okkar
daga. — „Aldir minna á örlagastund“.
Eitt hefur sagan sýnt og sannað: Norræni kynstofninn
má aldrei láta undan síga, því þá breytir hann móti eðli
sínu og kemst í andstöðu við uppruna sinn, og afleiðing-
in hlýtur að verða hnignun. — Þetta skildu forfeður okk-
ar mjög vel. — Einari Þveræing dettur ekki í hug að
ganga til dyra, þó sjálft konungsvaldið standi úti fyrir og
biðji um sjálfstæði landsmannanna. — Mörg eru dæmin,
er sýna hversu dýrt þeir virtu frelsið og sjálfstæðið.
En þessir vökumenn þjóðarinnar hurfu smátt og smátt
af verðinum og nýir rnenn með breyttum sjónarmiðum
komu fram. — Eldarnir hið innra voru teknir að fölna. —
Hetjudáðin og drenglundin ekki sú sama og áður. —
Valdagræðgi og flokkabrask ollu truflun, sem leiddi til
veilu í skapgerðinni og bjó um sig. — Hrunið var fyrir
dyrum. Hin frjálsborna, litla þjóð var hnept í fjötra þræl-
dórns og niðurlægingar. — En þá var öðruvísi ástatt í
þjóðlífi voru en nú. Þá átti þjóðin Sturlungaöldina að
baki sjer. Var þjökuð og þrautpínd, eftir allan hinn fer-
lega hildarleik svika og blóðsúthellinga frá því tímabili.
— Og hygg jeg, að þá hefi kvenþjóðin goldið einna mest
afhroð í pólitískri sambúð við karlmennina.
En nú hefur íslenska þjóðin, enn einu sinni, verið leidd
og beinlínis frelsuð frá tortímingu ófriðarins og fengið
sjálfstætt ríki í hendur. — Nýr frelsisröðull ljómar nú yfir
fjöllum íslands, fegri en nokkru sinni áður. — Hver er sá,
er ekki vill vaka og vera nlgáður á svona björtum þjóð-
frelsismorgni?
# # *
Að síðustu þetta: Það er mikið talað um nýjan og garnl-
an tíma, og kapphlaup mikið meðal þeirra, er fremstir
vilja teljast, að fylgjast með tímanum sem best, án þess þó
að gera sjer ljóst, hvað til framtíðarinnar heyrir. Viskan
segir: „í upphafi skal endirinn skoða". — Það er stórkost-
lega hrífandi táknmynd, sem Biblían birtir með fáeinum