Hlín - 01.01.1946, Síða 41
Hlín 39
eftir þeim. — Slíkur fjelagsskapur gæti vel átt vöggu sína
meðal íslenskrar kvenæsku og verið mjór mikils vísir.
Hvílíkt fagnaðarerindi fyrir bornar og óbornar kyn-
slóðir kvenna að fá að taka þátt í slíkri nýsköpun!
Því vitanlega er það það sem koma skal og gera þarf, að
segja öllu stríði stríð á hendur.
Öll elskum við landið okkar fegra og viljum „láta það
sjá margan hamingjudag". — En þá verðum við landsins
börn að vaka og vera algáð.
A. Þ.
KRISTILEG ÁHRIF HEIMILA OG SKÓLA.
Það er margt um það talað nú víða um heim hvað muni
áhrifaríkast til úrbóta hinu hörmulega ástandi eftirstríðs-
áranna.
Kristindómurinn er það eina afl, sem líkindi eru til að
bætt geti úr bölinu. — Það hefur sýnt sig, að vjelar og
tækni eru ekki fær um að skapa frið á jörðu. — Hvar er
þá jaf'nvægis að leita í hinni harðsóttu og áköfu leit
mannsins að friði og sælu? — Það er nú svo koinið, að
hrópað er á kristin áhrif á hugi manna og þar helst ráða
að leita, ef um nýjan og betri heim er að tala. — Heimili,
skóli og kirkja ganga því fram fyrir skjöldu að uppbygg-
ingarstarfinu með öflugu átaki, þessir aðilar, svo áhrifa-
ríkir sem þeir eru, ef þeir vilja beita sjer, orka mikið á
hugi fjöldans.
Mest er að sjálfsögðu undir því koniið, hvernig heimil-
in bregðast við þessari skyldu sinni. Þar er undirstaðan
lögð, þau áhrif vara lengst. — Fjölmargir merkir menn og
konur, sem hafa orðið samtíð sinni til mikillar blessunar,
þakka það kristilegum áhrifum heimila sinna hvað þeir
hafa afrekað, það hefur verið þeirra styrkur í lífsbarátt-
unni, þeirra hjálp þegar hættur steðja að. Þetta viður-