Hlín - 01.01.1946, Síða 50
48
Hlín
cm. á br. tvöfaldur. Þriðja stúlkan er með handsnúna vjel
að prjóna snúninga á ermar, um háls og mitti. — Svo er
mjer vísað á enn einn stað þar sem peysurnar eru búnar
til. Ein sníður þær úr þessum prjónadúkum, önnur saum-
ar þær saman í vjel, sem gengur fyrir rafmagni, og enn
ein situr við að kemba peysurnar með ullarkambi, þegar
búið er að sauma þær. — Jeg fer að skoða þær þar sem
þær liggja í búnkum með ýmsum litum og stærð, tilbún-
ar að sendast á markaðinn. — Jeg fer að spyrja um fram-
leiðslumagn og sölumöguleika. En þá er mjer sagt, að nú
sje best að spyrja Sigurjón. Og þá sje jeg dökkhærða
manninn vera þar kominn, og er það þá Sigurjón.
Set jeg hjer nokkrar spurningar mínar og svör hans,
sem eru greið og góð, því nú virðist hann ekkert þurfa að
flýta sjer.
„Hefur þú altaf nóg af ull að þvo?" — ,,Já, svo hefur
það verið." — „Kemur hún víða að?“ — „Já, frá öllum
landsfjórðungum meira og minna.“ — „Hvað ljettist hún
við þvottinn?" — „Það er nú misjafnt. Alt upp að helm-
ing, en til jafnaðar 2/5.“ — „Hefur þú nógan markað fyr-
ir peysurnar?" — „Nei, verslanirnar eru fullar af útlendri
vöru. Og við getum ekki kept við þær um vöruverðið,
verðum því að takmarka framleiðsluna." — „Hvernig
heldur þú að verði með það í framtíðinni?" — „Ómögu-
legt að segja.“
Jeg er nú búin að dvelja æðilengi í verksmiðjunni,
kveð svo starfsfólkið með hlýjum huga, með það í hugan-
um, að ekki muni margt fara fram hjá Sigurjóni í þessu
umfangsmikla fyrirtæki, sem honum er trúað fyrir. Það
er mín skoðun, að engri konu muni finnast hún verja
þeim tíma illa, sem hún notar til að skoða ullarvinnustöð-
ina í Hveragerði, ef hún ætti leið þar um og væri ekki á
altof hraðri ferð.
Sendi jeg svo hugheilar kveðjur og þakklæti fyrir góð-
ar viðtökur öllu fólkinu, sem starfar við ullarvinsluna, frá
móttöku óhreinu ullarinnar, þar til hún er komin í hlýj-