Hlín - 01.01.1946, Page 61
Hlín
59
skal jeg ekki fjölyrða um það meira, en aðeins undirstrika
það alvarlega að fella aldrei fræðslu í heimilisstörfum úr
námsferli okkar, og benda á það, hve mikil nauðsyn það
er, að börnin fái að vinna með móðurinni að innanhús-
störfum, og þá sjerstaklega stúlkubörnin. — Of einhæf
vinna, hvort heldur hún er á skrifstofu, síma, netagerð
eða saumastofu, fullnægir ekki ungu stúlkunni til
lengdar.
Því er oft á lofti haldið, að húsmæður eyði tíma sínum
í heimsóknir, iðjuleysi og spilamensku. Þetta má vel vera.
En ef þær annast heimilið vel. Því skyldi þeim vera ofgott
að hitta vini, þegar þær eru þreyttar, eða gleðja sig með
vinum á annan hátt. — Því verður ekki neitað, að hin
margþættu heimilisstörf eru lýjandi, og þá sjerstaklega
fyrir ungar konur, sem eiga mörg ung börn. Þessar konur
þurfa mikla nærgætni, þær þurfa húshjálp, svo þær of-
þreytist ekki fyrir aldur fram. — Það má því teljast mikil
ónærgætni löggjafans að taka ekki til greina laun lijálp-
arstúlku við frádrátt í skattaframtali á barnmörgum
heimilum í kaupstöðum. Við framleiðslu í sveitum er
kaup hjálparstúlku dregið frá skatti. — Eru það ekki
barnflestu heimilin, sem gefa þjóðinni verðmestu tekj-
urnar. Hraust börn og góð börn eru bestu tekjur þjóð-
f jelagsins.
Heimilin eru þjóðar-bústólpi. Heimili, Jrar sem vin-
átta og kærleikur ráða húsum, Jrar sem móðirin af um-
Iiyggju annast börn sín og rnaka, Jrar sem húsbóndinn
sækir hvíld og ljettir af sjer áhyggjum og kvíða, þar sem
móðirin er borin á kærleiksörmum af maka og börnum.
Þvílíkra heimila óskum við Jijóð vorri.
Ragnhildur Pjetursdóttir.