Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 62

Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 62
60 Hlín Jólaminningar. Ritaðar vetuiinn 1945 af skagfirskri konu. Þrettándi dagur jóla er runninn upp. Blessuð jólin hafa enn eitt sinn gengið um garð, færandi blessun jafnt í hreysi sem höll. Færandi frið í óteljandi hjörtu mann- anna barna. Jeg hef verið lasin þessa síðustu daga, og því ligg jeg lijer í rúminu mínu og hef góðan tíma til að rekja minn- ingar. Hugurinn leitar langt til baka, til löngu liðinna jóla á mínu ástkæra bernskuheimili. Ó, hve óílíkt, og þó svo líkt. Því einatt er boðskapur jólanna sá sami. — Jeg sje mig þar heirna litla stúlku, eina barn á heimilinu. — Það var aðfangadagur. Jeg hafði hlakkað ósköpin öll til jólanna, jafnvel í fleiri vikur, og altaf verið að biðja ömmu og mömmu að segja mjer eitt- hvað um þau. Jeg var líka farin að lesa eða stauta, og hafði lesið stuttar frásögur Nýjatestamentisins. Jeg mun hafa verið 6—7 ára, þegar jeg man að ráði eftir jólunum og þeirri tilhlökkun og þrá sem þeim var samfara. — Já, það var svo, að jeg hlakkaði til vikum saman, en eitt skygði nokkuð á gleði mína: Presturinn kom altaf í hús- vitjun rjett fyrir jólin, og því kveið jeg ákaflega mikið. — Nú var hann búinn að koma og hafði látið mig lesa og spurt mig um ýmislegt. Þá varð mjer heldur á í messunni. l lann spurði mig um skírn Jesú. Jú, jeg hafði lesið þá frásögn. Hann spurði hvort nokkuð sjerstakt hefði skeð. Jeg sagði: ,,Það kom fugl.“ — „Hvaða fugl var það?“ — Jeg var víst ánægð með sjálfri mjer að muna þetta og svar- aði hiklaust: „Það var lóa.“ — Presturinn brosti, og jeg sá að mamma var ekki ánægð, svo jeg vissi, að jeg hefði sagt einhverja vitleysu, og ætlaði að fara að gráta, en þá tók presturinn mig á hnje sjer og strauk vanga minn og sagði að jeg væri væn stúlka, þó jeg hefði ekki munað þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.