Hlín - 01.01.1946, Síða 62
60
Hlín
Jólaminningar.
Ritaðar vetuiinn 1945 af skagfirskri konu.
Þrettándi dagur jóla er runninn upp. Blessuð jólin hafa
enn eitt sinn gengið um garð, færandi blessun jafnt í
hreysi sem höll. Færandi frið í óteljandi hjörtu mann-
anna barna.
Jeg hef verið lasin þessa síðustu daga, og því ligg jeg
lijer í rúminu mínu og hef góðan tíma til að rekja minn-
ingar. Hugurinn leitar langt til baka, til löngu liðinna
jóla á mínu ástkæra bernskuheimili.
Ó, hve óílíkt, og þó svo líkt. Því einatt er boðskapur
jólanna sá sami. — Jeg sje mig þar heirna litla stúlku, eina
barn á heimilinu. — Það var aðfangadagur. Jeg hafði
hlakkað ósköpin öll til jólanna, jafnvel í fleiri vikur, og
altaf verið að biðja ömmu og mömmu að segja mjer eitt-
hvað um þau. Jeg var líka farin að lesa eða stauta, og
hafði lesið stuttar frásögur Nýjatestamentisins. Jeg mun
hafa verið 6—7 ára, þegar jeg man að ráði eftir jólunum
og þeirri tilhlökkun og þrá sem þeim var samfara. — Já,
það var svo, að jeg hlakkaði til vikum saman, en eitt
skygði nokkuð á gleði mína: Presturinn kom altaf í hús-
vitjun rjett fyrir jólin, og því kveið jeg ákaflega mikið. —
Nú var hann búinn að koma og hafði látið mig lesa og
spurt mig um ýmislegt. Þá varð mjer heldur á í messunni.
l lann spurði mig um skírn Jesú. Jú, jeg hafði lesið þá
frásögn. Hann spurði hvort nokkuð sjerstakt hefði skeð.
Jeg sagði: ,,Það kom fugl.“ — „Hvaða fugl var það?“ —
Jeg var víst ánægð með sjálfri mjer að muna þetta og svar-
aði hiklaust: „Það var lóa.“ — Presturinn brosti, og jeg sá
að mamma var ekki ánægð, svo jeg vissi, að jeg hefði sagt
einhverja vitleysu, og ætlaði að fara að gráta, en þá tók
presturinn mig á hnje sjer og strauk vanga minn og sagði
að jeg væri væn stúlka, þó jeg hefði ekki munað þetta